Af mbl.is:
Einsog ég sagði áður þá kaus ég ekki, þannig að ég hef ekkert leyfi til að rífa mig yfir þessu. En ef ég hefði kosið, og ef ég mætti það, þá myndi ég segja eitthvað á þessa leið:
Mér finnst það merkilegt út af fyrir sig að Vinstri grænir skuli bæta sig svona svakalega og ef Íslandshreyfingin er talin inní dæmið þá eru flokkar, sem setja náttúruvernd mjög ofarlega á stefnuskrá, að hækka sig um tæplega níu prósent. Hitt er svo annað að hefði Íslandshreyfingin haldið sig í brókunum þá hefðu þessi þrjú prósent þeirra getað talið betur annarstaðar. Ég hef enga trú á því að fólk, sem er á annað borð til í að styðja náttúruverndarframboð, hefði haldið sig á hægri vængnum hefði Ómar ekki komið til sögunnar, sama hvaða kannanir hann sýnir því til stuðnings.
Rasistar og geimskrímsli halda sínu, sirkabát. Að vísu hef ég ekki farið í gegnum þessi tilteknu ummæli sem leiddu til þess að Frjálslyndir voru stimplaðir rasistar, og ég efast um að nokkur þeirra hafi komið utanúr geimnum (þótt það sé skemmtileg tilhugsun í morgunsárið). Þannig að það er vel hugsanlegt að þeir séu hvorugt. En maður stenst samt ekki að sparka í þennan fáránlega flokk þeirra. Rasistar og geimskrímsli. Bah.
Þokkalegur haugur af b-fólki virðist hafa rankað við sér á árinu og hrópað upp yfir sig (eða hugsað með sér í hljóði, hvað veit maður) ,,Hei, við gætum allteins verið að kjósa sjálfstæðisflokkinn." Nokkrir þeirra gerðu það, en sem betur fer ekki allir.
Og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi um þrjú prósent á landsvísu. Sem sýnir bara að synir feðra sinna og kærusturnar þeirra, kafbátasjómenn og stríðsbraskarar, og upplýst og heiðarlegt fólk með rangar skoðanir.. allt þetta fólk hafði sig á kjörstað og exaði í sitt lið á meðan ég sat heima í Kaupmannahöfn.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli