Ég vaknaði með lagið ,,Stay" (með Lisu Loeb) á heilanum. Svo furðaði ég mig á því að ég kynni textann við lagið ,,Stay" (með Lisu Loeb). Þetta er dótið sem maður man.
Um leið og ég furðaði mig á þessu þá furðaði ég mig á því að ég skyldi vera vaknaður klukkan hálfníu, eftir að hafa verið á barnum í gær að drekka kokteila.
Já ég drakk kokteila. Þrjú stykki. Er ég minni maður fyrir vikið? Ef til vill. En þeir voru ljúffengir.
Ýmir er með mynd af því á vitleysingum. Ég er með svipaða mynd hér, bara verri:
Og hér er hún Kristín í þann mund eða nýbúin að taka mynd af okkur
Og hérna er mynd af einhverju sem mér fannst greinilega að ég þyrfti að taka mynd af.. veit einhver hvað þetta þýðir?:
(Uppfært: Davíð segir okkur að þetta þýði ,,ég er heilbrigður!" Hverskonar maður (eða kona) finnur hjá sér þörf fyrir að lýsa yfir heilbrigði sínu á veggnum í lyftunni minni?)
Ég fíla framtíðina líka. Allavega svona til að heimsækja, ég myndi ekki vilja eiga heima þar..
-b.
5 ummæli:
Þetta þýðir: ,,Ég er heilbrigður!"
Í alvöru? Æði! Djöfull er gott að eiga japönskuskiljandi vin.
Skrýtið: Þetta var skrifað á auglýsingu fyrir notað hjól. Hm.
Er þetta ekki einmitt mjög skiljanlegur texti í auglýsingu fyrir notað hjól? Hjólið segist einfaldlega vera heilbrigt þrátt fyrir að vera notað.
-Ingi
Já þú segir nokkuð.. Hvað segirðu um það Davíð, virkar þessi frasi líka fyrir hjól? Mér finnst það tildæmis ekki sleppa í íslenskunni, kannske er japanskan með annan standard.
..og svo er þetta eitthvað sem var krotað á nokkru eftir að auglýsingin var hengd upp. Allt frekar spúkí.
Rosalega ertu ferkanntaður Bjössi! Þetta gengur alveg upp á íslensku, nema kynið því miðað við þýðingu Davíðs er þetta í karlkyni, en hvað veit ég nema reiðhjól sé í karlkyni á japönsku, já og svo getur verið að kyn skiptir hreinlega ekki máli.
En í öllu falli finnst mér þetta mjög flottur auglýsingatexti fyrir notað reiðhjól. Hann er fyndinn og gefur samt ákveðna hugmynd um raunverulegt ástand söluvörunnar.
Hitt er aftur annað mál að ég sá ekki auglýsinguna svo ég veit ekki hvað ég er að belgja mig. Mér til afsökunar er rétt að taka fram að ég er í vinnunni og er latur.
-Ingi
Skrifa ummæli