Skrifaði sjö síður í dag en kláraði ekki dæmið. Ég myndi segja að það séu svona tvær eftir. Og þá er það sú seinni..
Er kominn inní fjórðu seríu af DS9. Hver er það sem finnur uppá þessum fáránlegu myndlíkingum alltaf? Er þetta gangandi brandari hjá skríbentunum, hver getur skellt furðulegasta draslinu sem meikar ekkert sens aftaná ,,like a" eða ,,than a"? Ekki misskilja mig, mér finnst þetta frábært. Hei þú ert latari en [nafn á plánetu]ísk [nafn á kvikindi]! Úff, þessar rásir eru flæktar einsog [nafn á stjörnukerfi]askar [nafn á kvikindi]!
Ætli það sé til nafn yfir þetta? Það kæmi ekki á óvart.
Ég horfði á Eitrin fimm áðan. Ég veit hreinlega ekki hvort ég hef horft á heila kung fu mynd áður. Gaman að þessu, en ég er viss um að það er skemmtilegra hópgláp.
Lost rúllar áfram á góðu nótunum. Þarna dó einhver og engum datt í hug að tékka á því hvort hann væri í alvörunni dauður. Aftur. En það er hellingur að gerast. Og núna segja þeir að það séu þrjár þáttaraðir eftir, hvor um sig sextán þættir og engin hlé innan þáttaraða. Glæsilegt, segi ég. Sextán þættir eru andskotans nóg fyrir þáttaröð.
Entourage hefur ennþá ekki náð sér á strik. Ég hef gaman af þessu en það vantar þetta eitthvað sem fékk mig til að glápa til að byrja með.
The Sopranos kýldu það í gegn núna síðast. Þeir eru búnir að vera helvíti lengi að koma sér að efninu, en ef það er eitthvað að marka þennan síðasta þátt þá verða endalokin þess virði.
24 verður heimskulegri með hverjum þættinum. Það virkar í alvörunni einsog þeir séu að skrifa þetta jafnóðum og þættirnir eru sýndir og hafi gersamlega ekkert planað framí tímann. Stökkva bara úr einu í annað og fylla uppí eyðurnar með hliðarplottum sem gætu ekki verið ómerkilegri.
The Tudors.. Showtime sendi þrjá fyrstu þættina til gagnrýnenda, og þeir láku á netið. Þar var allt fullt af kynlífi og ofbeldi. Hvað kom svo fyrir eiginlega? Þessir þættir eru temmilegir, en þeir eru ekki að gera neinar gloríur hvað varðar skriftir og leik. Því mætti öllu redda með meira.. þiðvitið.. kynlífi og ofbeldi.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli