Svona lítur Mister Guðjónsson út þegar lyklaborðið er ekki til staðar.
Magnað.
Without a Clue, Sherlock Holmes myndin með Michael Caine og Ben Kingsley, er myndin sem mig minnti en samt alls ekki. Atriðið sem gerði mig svo spennan fyrir henni, eitt af fáum sem ég mundi almennilega, var allt öðruvísi en ég hélt. Ég mundi það semsagt ekki svo vel.
Myndin snýst semsagt útá það að Dr. Watson (Kingsley) er spæjarinn og hann skrifar sögurnar um spæjaraafrekin sín fyrir dagblaðið. Nema hvað, þegar hann byrjaði á því þá vildi hann ekki missa virðingu sína innan læknastéttarinnar, svo hann eignaði þessum tilbúna karakter, Sherlock Holmes, allan heiðurinn. Þegar fólk vildi síðan hitta þennan gaur fann Watson óþekktan leikara (Caine) til að leika Holmes. Þegar myndin byrjar er Watson orðinn langþreyttur á þessum lúser sem fær allan heiðurinn, og reynir að losa sig við hann.
Þetta er fínt settöpp. En í minningunni minni var það Watson sem skrifaði ævintýrin uppúr sjálfum sér, og svo gerðust þau jafnóðum. Sem þýddi að þegar hann ætlaði að losa sig við Holmes þá reyndi hann bara að skrifa karlinn út. Myndin var semsagt.. tadamm: metafiskjón.
En hún er það ekki. Þetta er bara svona sæmileg bresk gamanmynd. Örugglega stuð fyrir þá sem eru vel inní Holmes bókunum, en ég held hún hefði getað verið miklu betri hefðu þeir bara komist að því hvað mér þætti skemmtilegt og haft myndina svo þannig.
...
Þetta er annað tilfellið á tiltölulega stuttum tíma þarsem ég finn aftur myndir sem ég sá fyrir löngu síðan og upplifi þær allt öðruvísi. Síðast var það Flash Gordon, sem er æði. Þessi er ekki eins æði. En gaman að þessu samt.
Og ég hljóp líka á mig í Breakfast of Champions rausinu mínu í gær. Karabekian stendur á sólinni nokkrum blaðsíðum síðar. Maður ætti víst að klára textann áður en maður tjáir sig um hann að ráði. Best ég geri það snöggvast.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli