09 maí 2007

Heimferð

Ég er að skoða hvað það kostar að komast heim. Icelandexpress: 13.000kall. Flugleiðir: 82.000krónur.

...

Já. Einhverjir halda því fram að það sé engin bein samkeppni í gangi þarna lengur, en mér finnst samt fínt að geta valið á milli.

Down there in the Reeperbahn.

Og Lejerbo svaraði mér póstleiðis í dag. Já, við gefum þér leyfi til að flytja úr einni af íbúðunum okkar, segja þeir. Þú mátt fara þann ellefta, en ef við finnum engan til að taka við af þér strax þá skaltu borga út júnímánuð. Og svo bulla þeir eitthvað á dönsku.

En þeir eru allavega með á nótunum. Ég skal út og þetta er nýja heimilisfangið mitt. Gott gott.

Þá fer að fækka í verkefnahrúgunni hjá mér. Fá skólavottorð og skattskýrsluafrit, skila ritgerð. Taka til og pakka. Fljúga. Það var ekki lengur að líða en þetta.

Og hérna er mynd af Halli á Bobi. Hæ Hallur.



-b.

Engin ummæli: