- Ekkert meira DS9. Sjöunda og síðasta þáttaröðin byrjaði hræðilega, en skánaði eftir því sem á leið, og síðustu tíu þættirnir voru bara helvíti fínir. Takk fyrir mig.
- Pale Fire eftir Nabokov. Ég rugla honum stundum saman við Joseph Conrad. Þessi bók byrjar helvíti skemmtilega.. afhverju hef ég ekki lesið meiri Nabokov?
- Baldur's Gate II. Mmmm. Mér líst samt alltaf best á Kensai-klassann. Hefur einhver spilað þennan leik öðruvísi og haft gaman af því? Það er bara eitthvað við það að velja sér eitt sverð, nota enga brynju eða hanska eða hjálm, hitta alltaf (eða því sem næst) og gera sæmilegan skaða.
- Sól úti. Þarsem veðrið er.
-b.
6 ummæli:
Já heyrðu. Ég held að ég hafi einmitt gert tilraun til að spila Baldur's Gate 2 í Kensai-klassanum. Var það ekki svona ninjutöffaratýpa?
Ég fékk líka óútskýranlega löngun til að spila gamla vestræna rpg leiki núna um daginn. Spáði í að stela mér Planescape Torment, hann á víst að vera voða góður, en ákvað að fara hægt í sakirnar og náði mér í Diablo 2 í staðinn. 'Point and click'-blóðbað er ekki svo galið.
Diablo 2 er æðisgengin point and click helreið. Ég kláraði hann reyndar aldrei, en ég man að hann var ekki svo flókinn. Drepi drepi drep.
Torment er líka fínn, góð saga og svona. Mér fannst hann frekar stuttur, en ég var náttúrulega að miða við Baldur's Gate leikina, mér skilst þeir séu í lengri kantinum. Hafði gaman af honum allavega. Tékkaðu á gaur.
Ég veit reyndar ekki hvort ég myndi flokka kensai-inn sem ninju því hann hefur ekkert að gera með að felast eða fara hljóðlega um. Hann bara slæst. Málið er bara að hann hefur helgað sig einni týpu af sverði og notar ekki annað, notar engan armor eða neitt í þá áttina.. er bara bilað snöggur og hittinn og gjarn á critical. Að sjá ógeðin splundrast í sundur undan longswordinu er fagurt helvítis.
Ég væri til í að prófa monk eða sorcerer, en mér skilst þeir séu báðir frekar lengi að koma sér í gang.. Og maður getur fundið NPC-a til að nota galdra. Ég veit ekki. Jú, múnkurinn heillar.
Er það ekki point and kill?
Veðrið? *Úti*.
hkh
Ekki svo galið. Í raun mjög skynsamt. Point and kill. Ég tek það í algjöra notkun.
Jú, Diablo leikirnir eru pottþétt point and kill. Gott stöff. Baldur's Gate er dálítið frábrugðinn að því leyti að maður þarf ekki að drepa allt sem maður hittir..
En maður er frjáls til þess! Ef ég vil killa, þá killa ég!
hkh
Skrifa ummæli