29 maí 2007

..pumpin' knowledge through the verse..

Það voru læti í veðrinu í gær. Ég vaknaði nokkrum sinnum við þrumuganginn hérna fyrir utan. Það var svipað og þegar Hallur kom í heimsókn um daginn og vakti mig snemma að morgni og ég gólaði og sparkaði útí loftið því ég er ekki beint vanur því að einhver komi inní herbergi og vekji mig. Þetta var svipað og þá.

En ég tók daginn fyrir rest.

Fór niðrá pósthús og fékk þar bréf. Það var sama bréfið og íbúðafyrirtækið sendi mér fyrir viku síðan.. þeir segja mér að fyrst náminu mínu lýkur í sumar þá skuli ég gjöra svo vel og flytja út ekki seinna en í endaðan september. Þarna veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera.

Prentaði út hundrað og fimmtíu síður af Ritgerðum útí skóla. Tvær Ritgerðir, þrjú eintök af hvorri ritgerð. Festi á þær staðalforsíðublað og skilaði inn. Vissi svo ekki lengur hvað ég átti af mér að gera. Keypti filmur fyrir Hall og svitnaði í sólinni, heyrði í Hafsteini og Halli, drakk þrjá bjóra í garðinum en vantaði eitthvað að lesa.

Tæpar tvær vikur eftir. Það er skrýtið að vera ekki með skiladag í höfðinu lengur. Þyrfti að redda mér einhverju að lesa, það er hvað.

Á morgun spáir hann tuttugu stigum og sól með köflum. Og rakinn! Þessi raki..

Kíkti á fyrstu myndina af sex í Lone Wolf and Cub seríunni, Kozure Ôkami: Kowokashi udekashi tsukamatsuru. Kanarnir kalla hana Sword of Vengeance. Nokkrar flottar senur en myndasagan verður seint toppuð. Hún getur bæði gefið sér rúm til að segja þéttari sögur og sýna fáránlegri (les. æðislegri) bardagaatriði. Ein afhausun í myndinni reyndar sem náðist helvíti vel.

Fjandinn, ef útí það er farið þá fannst mér Road to Perdition skemmtilegri aðlögun á sögunni, þótt hún sé strangt til tekið höfð uppúr annari myndasögu, sem er hræðileg.

Horfði á 88 Minutes og ég veit ekki hversvegna. Hún var mjög slöpp. Þegar Al Pacino segir ,,he hacked my little sister to pieces" og manni finnst það fyndið þá er eitthvað mikið að viðkomandi bíómynd. Og þúveist.. Pacino og slatti af sjónvarpsstjörnum? Blah.

Mig langar að spila Baldur's Gate.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...þetta er annars satt, hann gólaði og rumdi og sparkaði þéttingsfast út í tómið, sveiflaði hnefa yfir bringu. (much ado about nothing er setning sem kemur í hugann... hver hélt hann að þetta væri? Ze Germans?) Ég er eiginlega feginn að halda höndum og haus.
hkh