03 maí 2007

,,Náttúran lokar engan úti."

Ég rakst á þetta á mæspeis-síðunni hans Inga Bjarnar, en það er Frikki sem skrifar, og hefur eftir tveimur öðrum gaurum. Sko:
Ég sit hér í botninum á gullpotti og stelst til að taka upp á quicktime samtal tveggja drykkjumanna.
Ég á ekki orð yfir þeim, Þetta eru Jón Hundur og Sveinn Drykkjumaður.

"Þegar fólk talar saman verður til samtal."
"Ekki grípa fram í fyrir mér, Jónsi!" sagði Sveinn við Jónsa sem sagði ekki neitt og horfði spurnaraugum á Svein.
Sveinn hallaði sér afturábak og hrækti út um gluggan.

"Þetta hefur allt með tímaskyn manna að gera... veistu, að þegar Freud kom með kenninguna um tíman....að hann væri afstæður, þá var það líka rangt. Vegna þess að tímaskyn manna fer ekki eftir "dímóteunni", sólinni, heldur fer það eftir tunglinu og allir geta breytt tímanum. É gæti til dæmis breytt öllum klukkum á íslandi samtímis.

"Egóið er bráðnauðsynlegt. Án Egós væri ekkert líf. Horfðu í augun á þessum manni! Maður notar rosalega mikla Egóorku við það að horfa í augun á manni og það er það sem er kallað Egóflakk."

"Ég veit hvernig náttúran virkar. Náttúran lokar engan úti. En hvað er náttúran að gera á Íslandi? Hún lokar úti 200 manns á götunni?
Þetta er ekki náttúra...

Ég ætla ekki að segja að maður geti ekki skáldað upp svona samræður, en það er alls ekki á allra færi. Svakalegt.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Þetta er æði. Ég vildi óska að ég gæti talað svona.

Björninn sagði...

Ég segi það með þér.

En að sama skapi þá held ég að maður þurfi að vera frekar soðinn í höfðinu til að vera fær um þetta, og ég er ekki viss um að ég myndi valda þesskonar fötlun.

Ég fór líka að spá hvort þetta er ekki dálítið svipað því hvernig fólkið talar í Á bláþræði.. Stuttar setningar um einhverja mystík og vitleysu, með stælum og orðflúri á hæsta styrk.

Er það rugl í mér?

Best væri náttúrulega að geta haldið því fram að hafa hitt fyrir sögupersónur sem maður hafi nýlega endurskrifað. Heví örban svalt.