Að skrifa díalóg, regla nr. 843:
Það notar enginn orðið ,,intertwined" í setningu, nema hann sé hálfviti.
Ég horfði á Old Boy og óskaði þess að ég hefði séð hana fyrir löngu síðan. Hún er hressilega klikkuð, þessi mynd. Ég spáði í því, þarsem ég lá og horfði á kreditlistann, hvað það væri nákvæmlega við hana sem ég fílaði. Og datt helst í hug þetta: Ég sé stundum bíómyndir sem eru fínar, en mér finnst samt vanta eitthvað, þetta úmpf. Old Boy er tómt úmpf, útí gegn.
Ég man að ég fílaði báðar hinar myndirnar í þessari hefndartrílógíu, og ég myndi segja að Old Boy sé betri en Lady Vengeance.. en fjandinn ég man bara ekki nógu vel eftir Sympathy.. Kannske mál að sjá hana aftur?
Meira bíó: Sótti Without a Clue, Sherlock Holmes-paródíu frá '88. Ég man eftir að hafa séð hana í sjónvarpinu þarna í dentíð, en vissi aldrei hvað hún hét. Kannaðist ekki einusinni við leikarana þá. En rakst svo á titilinn fyrir algera tilviljun á demonoid. Sem er fjör. Á eftir að horfa á hana samt.
Hot Fuzz á ég líka eftir að horfa á, en ef hún er eitthvað í líkingu við Shaun of the Dead þá verð ég sáttur.
Og svo er það Breach og Silent Running. Já og Infernal Affairs. Eða Mou gaan dou, fyrir púristana. Og ég á líka eftir að horfa á Lost síðan í gær.
En Deep Space Nine er bara að rokka katspað maður. Ég slít mig ekki frá því, þegar ég byrja á annað borð. ,,Our Man Bashir" er sá besti í fjórðu seríu, enn sem komið er. Hann inniheldur fáránlegar myndlíkingar, geislunaróhapp, sýndarsvítu-ævintýri, geimstöðvavísinda-sullumrugl (þarsem þau gætu allteins verið að segja ,,plott plott plottiplott" - og þau vita það alveg) og snassí hlutverkaskipti.. og þessu er öllu vafið saman í James Bond stælingu!
(Stæling? Pastiche? Íslenska?)
Já og svo var uppáhalds-Kardassinn minn með í leiknum, hann Garak. Góður maður, hann Garak.
Og skyldi engan undra: gaurinn sem skrifaði þáttinn er Ronald D. Moore, annar af heilunum á bakvið Battlestar.
-b.
3 ummæli:
Þegar ég sá lady vengeance fannst mér hún betri en old boy en svo er bara svo djöfull margt gott í henni líka... nú langar mig að sjá old boy aftur. ef þú átt þetta allt er það alveg dvd diskur sem ég væri til í að eiga...!
hkh
Hvað í ósköpunum er að því að nota orðið 'intertwined' í setningu? Það og 'dulúðugur'. Þú ert kreisí.
Olboy er æði. Ég þarf að sjá Lady... aftur til að geta gert upp á milli þeirra allra, en ég held að ég sé hrifnastur af Sympathy....
Ég skal redda þeim disk. Þeas. myndinni til að geta spilað á tölvu, ég hef enn ekki laggst í að skrifa video-cd-diska.. Og já, það væri kannske ráð að hala niður hinum tveimur.
Við skulum taka Vengeance-maraþon í sumar, um svipað leyti og við höldum Soul Calibur meistaramót.
,,Dulúðugur" er ekki eitthvað sem fólk segir. Það eru fjögur fokkin u í þessu eina orði, þrjú venjuleg og eitt með kommu. Það er enginn annar sérhljóði til staðar! Það gæti virkað ef maður sér að mælandinn er að hugsa vandlega um orðin áður en hann segir þau, en það er voða spes tilfelli held ég.
Og hérna er ég auðvitað að tala um díalóg. Þú og ég, við segjum dulúðugur daginn út og inn. Við kjötfólkið niðrí í áhorfendasalnum brjótum svona reglur, það er það sem við gerum.
,,Intertwined".. það er þetta ,,tertw" sem angrar mig. Að segja þetta orð er of mikil fyrirhöfn, svipað og að höndla öll u-in í dulúðugum. Það gæti kannske virkað einhverstaðar, en ég fæ alltaf hroll þegar einhver segir að hans (eða hennar) líf og líf annars (eða annarrar) séu ,,intertwined". Þessvegna er í lagi að hálfvitar segi það, því þeir eru að reyna að hljóma einsog upplýst fólk, en svalir geimverubófar einsog Gul Dukat segja ekki svona lagað. Skamm, Star Trek!
Skrifa ummæli