07 júní 2008

Kjökrandi rödd uppúr volgri gröf:

verð að skrifa.. um.. sjónvarpsþátt..

Hvernig tekst þessum andskotum að klúðra Jekyll svona rosalega? Fyrsti þátturinn var fínn framanaf, en varð algert drasl í endann. Og svo hefur hver einasti þáttur síðan bætt einhverju við heildarmyndina og teygt á stóru sögunni, oft fínar hugmyndir í gangi, sem eru síðan dregnar niður af klisjum og stælum. Ég sem fílaði Murphy's Law, núna sé ég ekkert nema Jim Carrey-eftirhermu í Nesbitt.

Þetta er svekkjandi vegna þess að maður sér að það eru ræmur af góðum sjónvarpsþætti þarna inná milli, en sú rödd er hrópuð niður af annarri sem vill sýna mér nýjustu brellurnar, kenna mér sniðuga frasa og segja mér sömu söguna og ég hef heyrt þúsund sinnum áður. Og þó eru allir þættirnir skrifaðir af einum og sama manninum, Steven Moffat. Það mætti halda að hann væri.. Að hann sé.. Klofinn rithöfundapersónuleiki?

Bamm bamm baaamm.

Skrýtið: Midnight Man, aðrir nýlegir breskir þættir með Nesbitt, eru svipaðir, nema hvað að þar hallar enn frekar á slæmu hliðina. Hvar er metnaðurinn strákar?

Að lokum: Ég er hættur að svitna einsog kjáni. Er það vegna þess að ég er byrjaður að drekka einsog asni? Meikar það sens? Nú er það hausverkurinn. Skrúfstykki á hnakkanum og augun rífa í tóftirnar þegar ég hreyfi þau.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég var líka ansi sár yfir þessum þáttum. Það hefði nefnilega verið hægt að bjarga þeim með einhverjum smá metnaði. Horfði nú samt á þá alla og nú veit ég allavega hvernig slæmar þáttaraðir eru frá byrjun til enda.

Skuggi

Björninn sagði...

Já, það er náttúrulega fín upplifun útaf fyrir sig, að horfa á slæma þáttaröð busla frá einum bakka yfir á annan.