Mér datt í hug að sjá hvað ég var að gera á svipuðum tíma síðustu ár, þegar ég var frískur ungur maður. Fyrir ári síðan var ég með óræð veikindi og kvartaði yfir því að svitna. Fyrir tveimur árum síðan var ég að drepast í hálsinum. Í byrjun júní árið 2004 tognaði ég á ökklanum.. Jú og árið 2002 líka. Kannske telst það ekki með.
Ég, Björn Unnar, sem elska sólina og geislana hennar og vil ekkert frekar en að sleikja þá með vænni golu í grasbala, er með ofnæmi fyrir sumrinu.
-b.
4 ummæli:
Þú ættir kannski að hætta að sleikja hluti sem þú veist ekki hvort eru góðir fyrir þig... :)
Það er náttúrulega alveg rétt. Aftur á móti hefði ég haldið að geislar sólarinnar væru í það minnsta sótthreinsaðir, ef ekki dauðhreinsaðir.
Ég hef aldrei séð jafn líflega umræðu á síðunni þinni Björn. Veikindi þín og skrif þín um þau virðast höfða til fjöldans, mín tillaga er að þú eigir að leggja meiri áherslu á þennan hluta lífs þíns á síðunni (frekar en t.d. bókmenntir eða sjónvarpsefni, fólk hefur ekki áhuga á slíku). Þú gætir jafnvel fengið smá aur í vasann, gera auglýsingasamning við lyfju eða eitthvað.
Nei hann gæti ekki samið við lyfju því þá þyrfti hann væntanlega að verða heill heilsu einhverntímann til að sýna fram á virkni lyfjanna, ef þetta á að ganga þá verður hann að vera veikur...alltaf.
Skuggi
Skrifa ummæli