Hér er eitt.
Árið '93 var ég ellefu ára gamall. Líklega var ég þá að hjóla um bæinn og tína flöskur, selja þær fyrir klink og kaupa síðan nammi fyrir þetta sama klink, labba svo yfir götuna á bókasafnið og lesa myndasögur. Við Fúsi gerðum þetta gjarnan. Á einhverjum tímapunkti fórum við að eyða peningnum í að leigja spólur, en ég man ekki hvenær nákvæmlega. Hvenær kom Demolition Man út?
Árið '95-6 spilaði ég Magic: The Gathering, ég byrjaði um svipað leyti og Homelands kom út, og spurði sjálfan mig hvað ég hefði verið að gera eiginlega, fyrir tveimur þremur árum þegar Beta settið kom út, með öllum sínum ofursjaldgæfu og rándýru spilum (einsog ég hefði einhvernvegin getað nálgast það, jafnvel þótt ég hefði vitað hvað það var).
Nú er ég að fara í gegnum Invisibles blöðin sem ég keypti um daginn, ég les ekki alla söguna í gegn vegna þess að mér finnst ég ekki hafa tíma til þess -- en það væri klárlega ekki vitlaust af mér að lesa Arcadia-þráðinn aftur.. ég man samasem ekkert eftir honum en það er samt svo margt þarna sem ég veit að kallast á við seinni hluta bókarinnar. En já. Þessi blöð voru að koma út '95-6. Voru þau til sölu á hillunni góðu, nýskorin og ilmandi af prenti, þegar ég kom í Nexus og keypti mér Homelands boostera?
Hvaða framhjálitni hlutur verður nostalgíukastið 2013?
Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa keypt þessi Invisibles blöð. Lesendabréfin eru oft skondin en skemmtilegast er að sjá hversu vel Morrison sér söguna fyrir sér, a.m.k. þarna í byrjun bókarinnar. Hann virðist hafa planað fyrsta hlutann þokkalega vel áður en fyrsta tölublaðið kom út. Þetta er e.t.v. eitthvað sem ætti ekki að koma manni á óvart, en bókin hefur alltaf virst svo kaótísk.. Líklega er það einmitt helst að þakka góðri skipulagningu.
Og nefnið betra Invisibles hefti en Best Man Fall. Þrettánda tölublað, ein af aðalpersónum bókarinnar kemur fyrir á einni tveimur síðum og síðan ekki söguna meir, og tengingin við stóru söguna kemur ekki í ljós fyrr en maður hefur lesið allra seinasta heftið, sem kemur út nokkrum árum síðar. Þetta er Coyote Gospel-heftið í Invisibles. Það væri í raun ekki vitlaust að bera þau nánar saman..
-b
Engin ummæli:
Skrifa ummæli