15 júní 2008

Ný einkenni, jei

Á morgun verður þessi blessaði vírus orðinn tveggja vikna gamall, inní mér að minnsta kosti. Í tilefni af því (?) vaknaði ég með útbrot í morgun, ég er rauðflekkóttur á höndum og fótum, með roða og bólgu í andlitinu. Mig klæjar. Eru þetta ekki dauðaslitrurnar? ..hjá vírusnum sko, ekki mér sem þetta skrifar. Fjandinn.

Tvær vikur.

Ég á ekki orð yfir þetta.

Til dundurs hef ég spilað GTA San Andreas í meira og minna allan dag. Áður komst ég aldrei yfir flugþjálfunina, en ég gerði það í gær og viti menn, það er hellingur eftir af leiknum.. Ég væri samt meira til í þetta hér:

Fara í vinnuna, kíkja út í sólina í hádeginu, kannske kaffitímanum. Hætta á slaginu fimm, hjóla á Austurvöll og drekka pilsner í grasinu. Þetta skal nú gerast fyrr eða síðar, en fyrst þarf ég að vísu að láta gera við bremsurnar á hjólinu mínu, og fá sól í himininn.

Þetta er það sem er á dagskrá í næstu viku, ef þessu fer nú að ljúka.

Bæði Víðir og Auður eru á fylleríi. Kannske Sævar líka, en hann er á Akureyri. Ég er nú mátulega sáttur við að vera það ekki sjálfur. Ráðið er líklega að taka því rólega þessar tvær vikur áður en við fljúgum til Köben.

-b.

6 ummæli:

Syneta sagði...

Roði og útbrot eru eitruðu frumurnar að fara útúr líkamanum - þetta er lokastigið á fullt af sjúkdómum, líkaminn losar sig við það sem það vill ekki hafa útum útlimina ...

... jamms

Nafnlaus sagði...

en það er einnig byrjunareinkenni af fullt af mjög svo alvarlegum sjúkdómum...

Landlæknir

Gunnar sagði...

Ertu ekki bara með flekkjasótt (flekkfeber), einnig nefnt svarti-dauði? Nú, eða krefðu (bólusótt, afar bráðdrepandi).

Ég kann uppskript (hún finnst í nokkrum lækningahandritum frá 17. öld) að smyrsli sem læknar öll svona útbrot (líka freknur): Þú hrærir tittlingstað saman við fastandi manns hráka og berð þettað á útbrotin. Klikkar aldrei. Aldrei.

Björninn sagði...

Gunnar: tittlingstað? Áttu við sæði?

Guðrún: Já ég hafði eitthvað heyrt um það.. og mér líður betur en áður, en þetta er víst ekki alveg búið enn.

Gunnar sagði...

Þeir þenktu nú ekki á þennan hátt, hinir lærðu menn á 17. öld, Björn! Tittlingstað er nákvæmlega það sem stendur; þ.e. stercus, ekscrement ellegar drit, úr spörfugli.

Hins vegar er tittlingskjöt gott þeim sem ekki gagnast konum næturverkin, þ.e. contra impotentiam, skv. sömu bókum.

Björninn sagði...

Ég held nú að menn yfirhöfuð hugsi á þessum nótum, sama hvaða öld er á dagatalinu. En gott og vel.. fuglaskítur. Æm dán.