27 júní 2008

Einhvernvegin enginn föstudagur í manni

Fyrstu tvær vikurnar í Veikindunum miklu og nýafstöðnu voru gerðar þolanlegar með Treo. Tvær töflur í vatnsglas og mér leið einsog næstum því heilum manni. Á þriðju viku, þegar ég fékk að vita hvað var að mér, leit ég á wikipediu og fletti einkirnissóttinni upp. Einhverstaðar rak ég augun í að það væri mælt gegn notkun aspríns á meðan sóttin gengur yfir, þar sem það gæti leitt til Reyes heilkennis. En Treo er náttúrulega bara asprín plús koffein. Ég ætla að líma hérna lýsinguna á ferli þess sjúkdóms, hún er ekki falleg:

* Stage I
o Persistent, heavy vomiting that is not relieved by eating
o Generalized lethargy
o General mental symptoms, e.g. confusion
o Nightmares

* Stage II
o Stupor caused by minor brain inflammation
o Hyperventilation
o Fatty liver (found by biopsy)
o Hyperactive reflexes

* Stage III
o Continuation of Stage I and II symptoms
o Possible coma
o Possible cerebral edema
o Rarely, respiratory arrest

* Stage IV
o Deepening coma
o Large pupils with minimal response to light
o Minimal but still present hepatic dysfunction

* Stage V
o Very rapid onset following stage IV
o Deep coma
o Seizures
o Respiratory failure
o Flaccidity
o Extremely high blood ammonia (above 300mg per 100mL of blood)
o Death

Mér leist sannarlega ekki á blikuna, en hugsaði með mér að fyrst ég ætti ekki við óstöðvandi uppköst að stríða þá hefði ég að öllum líkindum sloppið með skrekkinn.

Núna áðan, þegar ég var að leita að wikipedia-færslunum, sá ég að ég hafði misskilið tengslin lítið eitt -- mér hlýtur að fyrirgefast það, ég var ekki alveg með sjálfum mér -- en Reyes heilkennið hefur víst verið tengt við notkun barna á aspríni við vírussýkingum yfirleitt. Og ég er ekki barn. Þannig. Svo ég var víst ekki í hættu.

Kæra Treo, ég hefði ekki átt að efast þig. Þú kraftaverkalyf.

Ég vil láta jarða mig í stórum Treo-stauk, ég verð látinn síga oní hann og svo verður tappanum smellt á. Mokið hálfum meter af Treo oná staukinn áður en fyrsta skóflan af vígðri mold er látin falla. (Treoið má alveg vera vígt líka, það skaðar varla.) Efst á grafsteininum skal vera hálfslíters glas úr grófum granít, sem safnar regnvatni allan ársins hring, og gestir geta þá skilið eftir blóm og/eða dembt tveimur Treo töflum oní glasið, til að styðja við mig í gegnum þynnkuna miklu.

-b.

Engin ummæli: