07 júní 2008

Bara þetta hér

Ég er ennþá veikur. Ennþá. Hitinn var síast þrjátíu og átta og hálf og hausverkurinn í dag sá allra versti. Frá tvö til að verða níu í kvöld var ég logandi hrúga af skjálfta með hníf í augunum. Parkódín má rúnka sér, andskotans sulldrasl.

Þetta er farið að verða kjánalegt. Ó að geta bara lagst uppí og sofnað og sofið heila nótt einsog ég gerði svo oft hér áður fyrr.

Missti semsé af tíundubekkjar-endurfundunum í dag. Jæja.

-b.

5 ummæli:

Syneta sagði...

Farðu til læknis:(

Björninn sagði...

Heh.. já. Ég fór í gær. Kíkti hérna niðrí heilsugæslustöð og fékk að tala við lækni, hún var mjög almennileg. Það var einmitt þar sem ég mældist með þennan hita, en ég hélt að hann hefði gengið niður á fimmtudaginn..

Hún vildi meina að ég drykki ekki nærri nóg og að e.t.v. væri vökvaskortinum að kenna, að hitinn héngi svona í mér. Hún sendi mig heim með fúkkalyf og parkódín, og ég er ekki frá því að parkódínið hafi gert illt verra. Hausverkurinn minnkaði ekki en ég varð of slappur til að gera nokkuð annað en að liggja og hlusta á æðarnar í hausnum sparka í heilann á mér.

Treoið virkar hinsvegar einsog endranær. Og þá er að drekka einsog asni og vona að þetta leki úr mér yfir helgina. Mér finnst nógu neyðarlegt að vera frá vinnu í heila viku.

Nafnlaus sagði...

helvíti er að heyra þetta maður, ég vona sannarlega að þessu fari að ljúka... fúkkalyfin hljóta að fara að kikka inn-

hkh

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta eiginlega með pestirnar sem herja á mína gesti þegar þeir koma til Ísafjarðar! Ég er farinn að halda að það sé einhver húspest í Amsterdamm.
-Ingi

Björninn sagði...

Ég er án gríns farinn að hugsa útí það hvað ég var að borða þarna vestra. Og það er bara ein máltíð sem ég deildi ekki með öðrum, það var hamborgarinn sem ég keypti í sjoppunni þarna áður en við lögðum af stað heim. Hann var vægast sagt ógeðslegur, mér datt í hug að einhver hefði reynt að endurskapa McDonald's borgara með lími og majónesi.

Það er kannske ekki líklegt, en er ekki hugsanlegt að þessi hamborgari hafi innihaldið heilaorm með beittar tennur? Eða.. bráða-sárasótt?