28 júní 2008

Ég þurrkaði teljarann út

og nú er hjarta mitt kramið.

Á hinn bóginn er ég kominn í stólinn góða í vinnunni. Það opnar eftir þrjár mínútur. Ég er með internet og myndasögur.

Á hinn bóginn er að byrja grill og fjör annaðhvort heima eða hjá Darbó. En ég er byrjaður að vinna og þetta er mín helgi.

Á hinn bóginn er þetta stuttur dagur, ég hitti strákana eitthvað uppúr fimm ef þeir eru ennþá á fótum.

Á hinn bóginn eru tónleikar að byrja í Laugardal klukkan fimm, kannske fara allir þangað? Ég veit svei mér ekki hvort ég meika það.

Á hinn bóginn gæti ég verið búinn með bógana mína. Hvað fær maður marga í senn?

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að bógarnir séu bara tveir. Svo þú ert klárlega búinn með þá. Nema þú snúir þér 180° og endurnýtir þá. Hægri bógur og vinstri bógur. Eða hvað?
-Ingi

Björninn sagði...

Jú ætli það ekki. Mér finnst það samt engan veginn nóg (því það er hægt að lífga þá við með leynilegri athöfn) og klárlega styðjast við úrelta for-póst-móderníska heimspeki.

Aftur á móti fíla ég hinsvegar þá hugmynd að snúa sér bara áfram (eða tilbaka) og grípa aftur í nýtt. Einsog Heraklítus sagði svo réttilega þá getur maður aldrei gripið tvisvar í sama bóg. Þetta er alltaf ný hönd, nýr bógur, kjöt sem slæst utaní meira kjöt og alltíeinu er enginn tími fyrir heimspeki lengur.

?