28 maí 2008

Um Brazil

Ég horfði á Brazil í gær, hún var frekar spes. Ég hafði áður séð búta úr henni hér og þar en aldrei myndina í heild. Eitt af því sem truflar mig alltaf við vísindaskáldskap er þegar persónur spyrja spurninga eða haga sér einhvernvegin einsog þær séu núna fyrst að fatta hvernig heimurinn virkar, jafnvel þótt þær hljóti að hafa alist upp í honum. Auðvitað er þetta gert til þess að útskýra ástandið fyrir okkur, áhorfendunum, spyrja spurninga sem okkur langar að spyrja. En þá er svo mun miklu betra að gefa svarið, eða gefa bendingar um svarið. Viðmiðið góða: Að sýna, ekki segja.

Þannig virkar það ótrúverðugt þegar starfsmaður í dystópískri ríkisstofnun stingur uppá því að þessi og hinn leiti til lögreglunnar; hún hljóti að leysa úr málunum. Hefur hann ekki enn fengið tækifæri til að kynnast spillingunni á þeim bæ?

Mér fannst dálítið eima af þessu í myndinni, aðalpersónan er einum of barnaleg gagnvart kerfinu sem hún er þó hluti af og ætti að þekkja betur.

Það er æðislegt að fylgjast með því hvernig hálfgerð slapstick-kómedía breytist í algera martröð undir lokin, en sú tónbreyting er frekar löng og skrykkjótt. Kannske má samt finna bestu atriðin á þessum mörkum, eins og þegar parið lítur aftur og sér lögreglumanninn í ljósum logum, berjast um og lognast útaf. Það setur einhverja vigt í flóttann, sem er annars hálfgerður ærslagangur.

Og það er náttúrulega hellingur af góðu dóti þarna, búningarnir, umhverfið, dagdraumarnir, Michael Palin.. Atriðið þar sem hann gengur að hitta Lowry í hvelfingunni, með grímuna, og skammar hann svo fyrir að koma sér í þessa aðstöðu. Algert gull. Endirinn er líka æðislegur en ég held að hann sé ekki alveg eins sterkur og hann vill vera. Hann segir kannske eitthvað um myndina í heild: Þetta sjónræna gengur fullkomlega upp, en persónurnar eru ekki alveg sannar sjálfum sér.

Þetta var aðeins lengra en það átti að vera. Því hérna er málið sko. Ég hafði enska textann á vegna þess að hljóðið er lélegt í sjónvarpinu, og vegna þess að tónlistin er dálítið áberandi í myndinni þá voru alltaf að koma lýsingar á henni: ,,[dramatic instrumental music]" eða ,,[sentimental instrumental music]" eða ,,[cheerful carnival music]". Og maður spyr sig hvort hægt væri að finna sorglega karnival-tónlist. Það langbesta kom þó undir lokin, í einu draumaatriðinu þar sem Lowry er eltur af einhverskonar skrímslum:

,,[Ominous wailing from the forces of darkness]"

Þetta er mjög sértækt en um leið algerlega huglægt. Og æðislegt.

-b.

26 maí 2008

It Came From Planet Monday

Ég er með harðsperrur í skrokknum öllum eftir moksturinn á laugardaginn. Ég var plataður uppí Vindáshlíð að hjálpa til við undirbúning fyrir sumarið, renndi þarna laust fyrir hádegi og fólkið á planinu tók á móti mér með skóflu og hrúgu af möl. Fyrst var mokað í hjólbörur, svo voru hjólbörurnar keyrðar á staðinn, þar var sturtað úr þeim og mölinni dreift, landið slétt. Eftir mat lögðum við þökurnar, stuttu seinna var kominn grænn völlur. Hreint ekki slæmt.

Þaðan hentist ég heim og í jakkafötin, brunaði til ömmu á Selfossi og óskaði til hamingju með útskriftina. Hún var með alltof mikinn mjöggóðan mat, ég lagði mig í hálftíma og vaknaði og þá voru allir að horfa á Eurovision. Kíkti á rúntinn með Halli, við fórum í stelpupartí í.. Spóarima? Þaðan á Krúsina og svo á 800 bar, sem opnaði sama kvöld. Þeir leyfðu sér að rukka 1.500kall inn, þessir andskotar. Þarna var hálfur bærinn.

Ég hló alla leiðina í Reykjavík, skutlaðist í Kópavog, kíkti í Kolaportið, allt á sunnudeginum. Grillaði pítsu, horfði á Simpsons, fór snemma að sofa. Djöfull var það sterkur leikur.

Og ég er með kunnuglegan verk í maganum sem er óþægilegri en hann ætti að vera, það er einhvernvegin dimmt og kalt úti þrátt fyrir góða veðrið í gær. Maður spyr sig hvort að fólk sem vekur þessar tilfinningar hjá manni sé yfirhöfuð þess virði. Og að hvaða leyti maður líkist því í samskiptum við annað fólk.

Og hversu lengi maður nennir að skrifa um verki hér og þar. Er ég gamall maður? Gamlir menn væru nú ekki sammála því. Ég sé þá á götum úti. Hinsvegar þekki ég ekki marga gamla menn, og þá sem ég þekki hitti ég sjaldan. Ég álykta því að ég komi ekki til með að þekkja sjálfan mig þegar ég er orðinn gamall, ergó ég er ekki gamall maður. Og ætti ekki að vera að skrifa um gigt-, bak-, harðsperru- og magaverki útí eitt.

Í sambandi við framtíðina: er nauðsynlegt að gera greinarmun á því hvað maður vill gera og hvað maður þarf að gera? Ennfremur: er nauðsynlegt að skipta fólki uppí tvo hópa eftir þessari tvíeind?

Ég vil fara á Hróarskeldu, og Ísafjörð, og ég vil halda áfram að vinna hérna aðeins lengur, eða þangað til mig langar það ekki lengur.

Ég þarf að klára skólann, einfaldlega vegna þess að ég byrjaði á honum og ég er kominn svona langt.. það má orða það svo að það sé sniðugra að halda áfram í áttina að hinum bakkanum en að snúa við og synda aftur til gamla landsins. Hinsvegar krefst þetta lokaskref einhverskonar áhuga (og eldmóðs?) sem ég virðist ekki eiga til einsog er. Fokksjitt. Ég er jafnlyndur maður. Í sumum samfélagskimum er það bara allt í lagi.

Ég hló alla leiðina til Reykjavíkur, sagði ég. Það eru voða litlar ýkjur. Hallur var á staðnum. Á tímabili var ég hræddur um að missa sjón og síðan stjórn á bílnum, í framhaldinu. Að einhverju leyti var þetta furðu sterk þynnka, en síðan veit ég ekki.

Hallur sendi mér sms áðan: Les Miserapeles. Getur verið að við séum bara svona fyndnir?

Það er svo margt sem ég gæti fjölyrt um í sambandi við vinnuna, rausað um djobbið, blaðrað um bókasafnið. Ég geri það ekki annarsvegar vegna þess að ég er ekki viss um að ég vilji að samstarfsfólkið finni þessa síðu í einhverju iðjuleysis-gúgli, og hinsvegar vegna þess að ég þykist vita að það sé ekki ætlast til þess af borgarstarfsmönnum að þeir deili innanbúðarmálum með umheiminum. Allavega ekki svo hægt sé að benda á sönnunargögn.

Eða svo: það er auðveldara að benda á texta á vefsíðu en á slúður yfir bjór.

Fortíðin hverfur smátt og smátt með hverjum deginum, en að ákveðnu leyti (mjög mjög ákveðnu leyti) þá á hún heima neðar í götunni. Mjög mjög ófígúratíft. Hvaða helvítis veraldarbrandari er það? Hefur einhver einhverntíman sagt þér alveg ofboðslega óþægilegt leyndarmál sem kemur þér engan veginn við? Sem þú vissir að þú gætir ekki einusinni talað um jafnvel þótt það kæmi fram í dagsljósið, hugsanlega, einhverntíman?

Helvítis helvítis helvítis

mánudagar.

Sem standa fyrir þriðjudögum.

Með von um sól á föstudaginn.

Án þess þó að hún skíni í augun þarsem ég legg á Steingrímsfjarðarheiði.

-b.

23 maí 2008

,,After all, music soothes even the savage beast."

Amazon pakkinn sem ég átti von á seint í næstu viku kom til mín í gærkvöld. Ég spurði gaurinn hvort þeir væru ekki hættir að senda pakkana út, hann kannaðist ekkert við það. Að sama skapi kannast umsýslukerfið hjá Amazon ekkert við að pakkinn hafi náð á áfangastað, samkvæmt þeim er hann ennþá útá sjó.

En þar eru komnir Markson og Casanova og Gondry, ég verð að fara að klára Running Dog og ég á ennþá eftir að fara í gegnum Invisibles blöðin sem ég keypti.. En það er reyndar gott að eiga það eftir. Að eiga gull til að liggja á.

Og núna verð ég að slaka á kaupunum. Björn verður að eiga pening í bankanum þegar harðindin skella á.

Planið í kvöld: sparka af mér skónum heima í stól og horfa á Brazil.

-b.

Kóleran og kvikmyndaverðlaunin: já en..

Love in the Time of Cholera er ennþá auglýst sem ,,stórvirki óskarsverðlaunahafans Gabriels Garcia Marquez." Getur verið að ég sé eini maðurinn á landinu, í heiminum, sem les blaðið, og að ritstjórnin lesi ekki þessa síðu mína?

Þetta síðarnefnda er reyndar nokkuð öruggt.

En ég fór að spá í þessu í gær. Márquez fékk reyndar Mexíkósku Ariel verðlaunin, æðstu viðurkenningu Mexíkósku kvikmyndaakademíunnar og nokkurskonar bróðurverðlaun Óskarsins í Suður-Ameríku, fyrir handrit myndarinnar Año de la peste, eða Ár plágunnar. Þetta var árið 1980, fimm árum áður en Kóleran kom út. Semsagt: virtustu kvikmyndaverðlaun tiltekinnar Ameríku, veitt á níunda áratugnum, fyrir sögu um plágu á ákveðnu tímabili. Er hugsanlegt að ritari auglýsingarinnar hafi ruglast á þessu tvennu?

Að vandamálið hafi ekki verið það að hann kunni engin deili á Márquez, heldur að hann vissi of mikið um Nóbelsskáldið, og ruglaðist bara pínulítið í ríminu þegar á hólminn var komið?

Ég ætla allavega að leyfa honum að njóta vafans, það er miklu skemmtilegra þannig.

-b.

22 maí 2008

Bukowski dagsins

Hingað var að berast, í hvítum kassa utanaf ljósritunarpappír, bókasending frá útgáfufélaginu Brú. Þar á meðal var Að kveikja sér í vindli og önnur ljóð, úrval ljóða Bukowskis í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Sumt af þessu er mjög ekta.

og tunglið og stjörnurnar og heimurinn

langar göngur
að kvöldlagi --
þær eru góðar
fyrir
sálina:
gægjast inn um glugga
og horfa á þreyttar
húsmæður
reyna
að verjast
bjóróðum
eiginmönnum

______________


með flensuna og ekkert annað að gera

ég las bók um John Dos Passos og samkvæmt henni
endaði John sem eitt sinn var róttækur kommi
ævina á Hollywoodhæðum, lifði á fjárfestingum
og las
Wall Street Journal

mér sýnist þetta gerast allt of oft.

það sem næstum aldrei gerist er
að maður breytist úr ungum íhaldsmanni
í gamlan óðan róttækling

heldur:
virðast ungir íhaldsmenn alltaf verða að
gömlum íhaldsmönnum.
það er nokkurs konar loftstífla.

en þegar ungur róttæklingur endar ævina
sem gamall róttæklingur
fjalla gagnrýnendur
og íhaldsmenn
um hann eins og hann hefði sloppið út
af geðveikrahæli.

Svona er nú pólitíkin okkar og þú mátt eiga hana
eins og hún leggur sig.

verði þér að góðu.

og rektu hana upp í
rassgatið á þér.

(bls. 34 og 54-5.)

Úr Mogganum í dag:

FRÁBÆR RÓMANTÍSK ÖRLAGASAGA

Stórvirki óskarsverðlaunahafans Gabriel Garcia Marquez

Love in the Time of Cholera

Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem í aðalhlutverki

21 maí 2008

Hér er kvittun

Umfelgun/jafnvægisst/skipt und  - 5.680
Vinnugjald fólksbílar - 2.893
Vinna við síu - 827
Esso ultra oil 10W/40 (205L) - 2.136
Smursía Opel-Ch/Monsa (PH3387A) - 398

Afsláttur - -598

Samtals 11.337


...

Niðurstaða: Morðfé úr mínum vasa. En ég er svo leet. Sjís maður.

-b.

20 maí 2008

Bjarki og Blaka og hamingjusemi

Bjarki eignaðist son í gær. Hún Blaka hjálpaði víst eitthvað til, en ég veit ekki að hvaða leyti. Þetta var laust fyrir eitt eftir hádegi, drengurinn var rúmur hálfur meter og dökkhærður.

Allir fá náttúrulega stórt til hamingju frá mér, það er gaman að fylgjast með barneignum úr fjarlægð.

(Og núna er Bjarki fyrst kominn með áþreifanlegt forskot í Barneign Open.)

-b.

Kvikmynd úr óminni bernskunnar, seinni hluti

Í febrúar á síðasta ári bað ég lesendur internetsins að hjálpa mér að finna tvær bíómyndir. Þetta voru myndir sem ég sá þegar ég var strákur og ég mundi kannske eina eða tvær senur úr, og ég vildi fá að vita hvað þær hétu. Nú hef ég væntanlega séð helling af kvikmyndum í gegnum tíðina sem ég man ekki hvað heita akkúrat núna, en minningarnar af þessum tilteknu myndum vógu þyngra en aðrar. Jæja.

Á vitleysingum sté fram einn gaur og sagði að önnur myndanna væri Flash Gordon. Það var hárrétt, ég sótti myndina og hafði mjög gaman af. Senan sem ég átti í höfðinu var allt önnur en sú sem var í myndinni sjálfri (og ég vil nú meina að mín hefði verið betri.. það er einsog ég hafi bætt við búningum og umhverfi úr Star Trek eða þvíumlíku) en myndin var samt þrælskemmtileg. Enginn kannaðist við hina myndina.

Fyrren núna á föstudaginn. Ég fór í partí til Marvins, og þar var hrúga af kvikmyndafræðinemum. Allir voru að spjalla og drekka og einhver gaur, sem ég man nú hvorki hvernig leit út né hvað hét, fór að tala um kvikmyndir sem hann hafði verið að horfa á daginn áður, eða fyrr um kvöldið. Önnur þeirra fjallaði um CIA útsendara sem þurftu að hitta geimverur. Ég hváði. Voru þeir að skipta á vatnsglasi og einhverskonar vúdú-húbúdjúbú til að losna við mengun í heiminum? Já, eitthvað í áttina, sagði hann. Hvað heitir þessi mynd, spurði ég. Real Men, sagði hann. Með Jim Belushi og John Ritter.

Ég útskýrði fyrir honum og örugglega þeim sem sátu í kring að ég hefði verið að leita að þessum titli í talsverðan tíma. Nú skyldi ég sjá myndina. Ég gerði það núna í gær. Og hún er hræðileg.

Þetta er svona bjánaleg löggugamanmynd sem reynir ofboðslega mikið að vera skrýtin og absúrd, en er í raun og veru bara pollur af lélegum bröndurum og endalaust þreytandi samtölum. Það er engin persónusköpun í gangi, engin tilfinningaleg dýpt eða neinskonar tilraun til að gera persónurnar sympatískar. Einstaka brandari gengur upp en oftast eru þeir alltof lengi á leiðinni til að gera nokkuð eða þeir lognast einfaldlega útaf og Belushi hrækir þeim andvana útúr sér með sama svipnum og í öllum hinum atriðunum.

Í ofanálag er þarna í gangi ,,ádeila" á mengun og vopnakapphlaupið. Þá á ég við að handritshöfundurinn tekur upp þrjátíu punda sleggju sem á stendur ÁDEILA, og danglar henni með hangandi hendi utaní skjáinn minn. Þetta er bara illa illa skrifað. Ekta dæmi: Þegar rolan hann John Ritter fær loksins hugrekki til að berja frá sér og bjargar félaga sínum frá trúðaárás (!) þá yppir hann öxlum og segir ,,Hva, ég þurfti bara smá sjálfstraust." Já er það já. Var það einmitt það sem þig vantaði? Og þú ert búinn að fá það núna semsagt?

Líklega voru það McGyver taktarnir í aðal-CIA gaurnum sem mér þóttu svona merkilegir þegar ég sá hana í dentíð. Makkæver maður, úff. Ég var heilmikill fan.

Einstaka góðir punktar en á heildina alger hörmung. Og Jim Belushi, Jesús Satan.

Hér er samt eitt: Í byrjun myndarinnar, þegar Belushi er dulbúinn sem fisksali, þá er Kahn-inn þar mættur að selja kjötvörur, væntanlega orðinn leiður á lífi sínu sem einráður í Parmistan, þarsem menn eru alltaf að elta og drepa hvern annan.

...

Nú er planið að keyra á Ísafjörð og sjá nokkrar heimildamyndir. Hérna er prógrammið, á pdf og hér er svo heimasíða hátíðarinnar/málþingsins.

Til þess þarf ég að skipta út nagladekkjunum og yfirfara bifreiðina. En mikið er ég spenntur fyrir því að kíkja aðeins útá landstein.

-b.

18 maí 2008

Listi af bíómyndum frá ég og Hallur

RearRape Window
Edge Of Rapeness
Rape Of Dawn
Citizen Rape
From Rape to Eternity
The Great Train-Rapery
Taxi Rapist
The Lion Rape
The Remains of the Rape
The Constant Rapener
A Rape Runs Through It
Bram Stoker's Rapecula
Mary Shelley's Rapenstein
An Andalucian Rape
Rape With The Wind
Rapeacus
Animal Rape
The Sound of Rape
The Seventh Rape
Faster, Pussy Cat! Rape! Rape!
Bonnie and Rape
Star Rape
Rape Of Brian
Rape Hard
Rapers Of The Lost Ark
Rape Lola Rape
The Thin Red Rape
Star Rape Episode IV: A New Rape
Star Rape Episode V: The Rapeire Rapes Back
Star Rape Episode VI: The Rape of the Jedi
The Godraper
Lord Of The Rape: The Fellowship Of The Rape
Requiem For A Rape
Pulp Rape
Rapeservoir Dogs
For Whom The Bell Rapes
Raped On the Waterfront
The Rapenator
True Rape
Raped in Space
Alien Rapesurrection
Once Upon A Rape In The West
To Rape A Mockingbird
2001: A Rape Odyssey
Nosferatu, A Symphony of Rape
The Good, The Bad And The Raped
For a Fistful of Rape
Raping Bull
Rapeface
Rapeico
Rape Runner
Beverly Hills Rape
The Color Rape
Evil Rape
The Rocky Raper Picture Show
Rape The Parents
Saturday Rape Fever
Raping John Malcovich
I, Rapist
Being Raped
The Bicentennial Rape
The Raped and the Furious
Lock, Stock And Two Smoking Rapers
Iron Rape
Independence Rape
Raping Private Ryan
Strange Rapes
Natural Born Rapers
Raping Miss Daisy
Toy Rape
Man Rapes Dog
Groundhog Rape
Jurassic Rape
Rapeinator II: Judgement Rape
Edward Raperhands
Rapeing With Wolves
Homeward Rape
Who Raped Roger Rabbit
Raping Arizona
Full Metal Raper
Ferris Bueller's Rape Off
The Day the Earth Stood Raped
Around the World in 80 Rapes
Rapetanic

16 maí 2008

Bæ ðe bæ, sá einhver Sigmund í dag?

Ég nenni ekki að skanna skrítluna, en hún er svona:

Obama er klæddur í laufapils, með eyrnalokka og ökklahringi, og ber eldivið að potti þar sem í situr Hillary Clinton. Hann ætlar semsagt að sjóða og éta hana. Frumbygginn og mannætan Barack Obama.

Ég get ekki sagt að þetta hafi beint farið fyrir brjóstið á mér, en einhverstaðar í heiminum hefði þetta ekki talist smekklegt. Það kemur mér eiginlega á óvart að rasískar steríótýpur skuli enn þykja fyndnar.. Ég meina, einhverjum hlýtur að hafa þótt þetta nógu sniðugt til birtingar í Mogganum. Eða hefur maðurinn alveg frjálsar hendur á sínum fasta stað?

Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar ég rek mig á rasíska tendensa hjá fólki sem ég tala við, jafnvel fólki sem ég á að þekkja. Maður spyr sig á hvaða tímapunkti maður stilltist inná ákveðin viðmið, sem fóru samt svo gersamlega framhjá nágrannanum.

-b.

!?!?


MUTO a wall-painted animation by BLU from blu on Vimeo.

14 maí 2008

Hetjan, tvær síður



hetjan-enska01

hetjan-enska02

Ég veit ekki..

-b.

1001, aftur (duldið langur gaur)

en núna eru það bíómyndir!

Já þetta er kannske ekki sniðugt. Listar á lista ofan? En ég hef ekkert annað að gera í augnablikinu (ekki fara að nefna það við neinn samt). Hér er listinn í heild, ,,1.001 kvikmynd sem þú skalt sjá áður en þú geispar golunni." Og hér eru mínar:

15. Nosferatu, A Symphony of Terror(1922)
30. Metropolis (1927)
45. The Man with the Movie Camera (1929)
55. Dracula (1931)
59. M (1931)
110. Snow White and the Seven Dwarfs (1937)
134. Fantasia (1940)
138. Pinocchio (1940)
144. The Maltese Falcon (1941)
152. Casablanca (1942)

221. The Third Man (1949)
229. Sunset Blvd. (1950)
273. Animal Farm (1954)
334. Vertigo (1958)
340. North by Northwest (1959)
341. Some Like It Hot (1959)
363. Psycho (1960)
365. Peeping Tom (1960)
370. La Jetee (1961)
373. Breakfast at Tiffany’s (1961)

388. To Kill a Mockingbird (1962)
396. The Birds (1963)
412. The Haunting (1963)
415. Goldfinger (1964)
419. My Fair Lady (1964)
421. Dr. Strangelove (1964)
422. A Hard Day’s Night (1964)
449. The Good, the Bad, and the Ugly (1966)
453. Who’s Afraid of Virginia Woolf? (1966)
459. The Graduate (1967)

467. Cool Hand Luke (1967)
473. The Jungle Book (1967)
480. Planet of the Apes (1968)
483. If… (1968)
488. 2001: A Space Odyssey (1968)
491. Night of the Living Dead (1968)
496. Midnight Cowboy (1969)
517. M*A*S*H (1970)
525. A Clockwork Orange (1971)
529. Walkabout (1971)

536. Dirty Harry (1971)
550. The Godfather (1972)
560. Badlands (1973)
561. American Graffiti (1973)
570. Serpico (1973)
571. The Exorcist (1973)
579. The Conversation (1974)
584. Chinatown (1974)
586. Blazing Saddles (1974)
587. The Godfather Part II (1974)

590. Dog Day Afternoon (1975)
593. The Rocky Horror Picture Show (1975)
594. The Wall (1975)
595. Monty Python and the Holy Grail (1975)
596. Barry Lyndon (1975)
605. Jaws (1975)
610. Rocky (1976)
611. Taxi Driver (1976)
617. Star Wars (1977)
624. Saturday Night Fever (1977)

633. Five Deadly Venoms (1978)
636. Grease (1978)
638. Dawn of the Dead (1978)
641. Halloween (1978)
645. Stalker (1979)
646. Alien (1979)
649. All That Jazz (1979)
650. Being There (1979)
652. Life of Brian (1979)

653. Apocalypse Now (1979)
654. The Jerk (1979)
656. Manhattan (1979)
662. The Shining (1980)
663. Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back (1980)
667. Airplane! (1980)
668. Raging Bull (1980)
669. Raiders of the Lost Ark (1981)
679. Fast Times at Ridgemont High (1981)
680. E.T.: The Extra-Terestrial (1982)

681. The Thing (1982)
682. Poltergeist (1982)
683. Blade Runner (1982)
684. The Evil Dead (1982)
685. Tootsie (1982)
695. Videodrome (1983)
696. Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi (1983)
704. The King of Comedy (1983)
708. Scarface (1983)
711. The Terminator (1984)

713. A Nightmare on Elm Street (1984)
714. This Is Spinal Tap (1984)
715. Beverly Hills Cop (1984)
716. Ghostbusters (1984)
727. Back to the Future (1985)
737. Manhunter (1986)
738. Stand By Me (1986)
739. Blue Velvet (1986)
744. Aliens (1986)
745. Ferris Bueller’s Day Off (1986)

746. Down by Law (1986)
749. Platoon (1986)
761. Raising Arizona (1987)
762. Full Metal Jacket (1987)
764. Good Morning, Vietnam (1987)
770. The Untouchables (1987)
783. A Fish Called Wanda (1988)
784. The Naked Gun (1988)
785. Big (1988)
790. Die Hard (1988)

792. Who Framed Roger Rabbit (1988)
793. Rain Man (1988)
797. Batman (1989)
801. Drugstore Cowboy (1989)
802. My Left Foot (1989)
803. The Killer (1989)
804. Do the Right Thing (1989)
814. Goodfellas (1990)
816. King of New York (1990)
817. Dances with Wolves (1990)

819. Pretty Woman (1990)
823. Edward Scissorhands (1990)
825. Total Recall (1990)
829. Delicatessen (1991)
834. My Own Private Idaho (1991)
835. Thelma & Louise (1991)
836. Terminator 2: Judgment Day (1991)
837. The Silence of the Lambs (1991)
838. JFK (1991)
839. Slacker (1991)

844. The Player (1992)
845. Reservoir Dogs (1992)
847. Glengarry Glen Ross (1992)
848. Unforgiven (1992)
849. Bram Stoker’s Dracula (1992)
853. The Crying Game (1992)
854. Man Bites Dog (1992)
858. Groundhog Day (1993)
859. Short Cuts (1993)
860. Philadelphia (1993)

861. Jurassic Park (1993)
862. The Age of Innocence (1993)
864. Schindler’s List (1993)
871. Forrest Gump (1994)
872. Clerks (1994)
873. Four Weddings and a Funeral (1994)
874. The Lion King (1994)
876. Natural Born Killers (1994)
878. Pulp Fiction (1994)
879. The Shawshank Redemption (1994)

887. Casino (1995)
889. Babe (1995)
890. Toy Story (1995)
891. Strange Days (1995)
892. Braveheart (1995)
894. Clueless (1995)
897. Seven (1995)
898. Smoke (1995)
904. The Usual Suspects (1995)
907. Fargo (1996)

908. Independence Day (1996)
911. The English Patient (1996)
913. Lone Star (1996)
914. Trainspotting (1996)
915. Scream (1996)
916. Deconstructing Harry (1997)
917. L.A. Confidential (1997)
919. Princess Mononoke (1997)
921. The Butcher Boy (1997)
923. Boogie Nights (1997)

930. Titanic (1997)
933. Saving Private Ryan (1998)
935. Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998)
936. Run Lola Run (1998)
937. Rushmore (1998)
938. Pi (1998)
939. Happiness (1998)
940. The Thin Red Line (1998)
941. The Idiots (1998)
943. Ring (1998)

944. There’s Something About Mary (1998)
945. Magnolia (1999)
947. The Blair Witch Project (1999)
951. Three Kings (1999)
955. Fight Club (1999)
956. Being John Malkovich (1999)
957. American Beauty (1999)
959. Eyes Wide Shut (1999)
960. The Sixth Sense (1999)
961. The Matrix (1999)

966. Gladiator (2000)
969. Requiem for a Dream (2000)
970. Amores Perros (2000)
971. Meet the Parents (2000)
973. Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000)
974. Traffic (2000)
976. Memento (2000)
978. O Brother, Where Art Thou? (2000)
979. Amelie (2001)
981. And Your Mother Too (2001)

986. No Man’s Land (2001)
990. Mulholland Dr. (2001)
991. The Royal Tenenbaums (2001)
992. The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring (2001)
993. A.I.: Artificial Intelligence (2001)
994. Gangs of New York (2002)
995. The Pianist (2002)
997. City of God (2002)
999. Chicago (2002)
1001. Kill Bill: Vol. 1 (2003)

Sem eru 210 stykki í heild. Sem eru tæplega 21%. Sami varnagli og í gær: Hérna eru nokkrar sem ég horfði á með öðru auganu og jafnvel ekki í heild, en eftir lágu nokkrar sem ég sá meira og minna en man lítið sem ekkert eftir.

Og nú stoðar varla að tala um hver fær pláss og hver ekki. Chicago? Gladiator? Independence Day??

Leiðinlegustu myndirnar á listanum? Jafnt milli Walkabout og The Man With the Movie Camera.

-b.

13 maí 2008

Eitt þúsund og ein bók, ekki níu bækur. Brandarakarl.

Sjá hérna lista yfir 1001 skáldrit sem ,,maðurinn" segir að við eigum að lesa áður en við deyjum. Hvert og eitt okkar, ekki eitt verk á haus eða neitt svoleiðis. Ég ætla ekki að kópera allan listann, hann er mjög langur. En ég hafði fyrir því að merkja við það sem ég hef lesið:

Everything is Illuminated – Jonathan Safran Foer
Choke – Chuck Palahniuk
The Human Stain – Philip Roth
Disgrace – J.M. Coetzee
Elementary Particles – Michel Houellebecq
Trainspotting – Irvine Welsh
American Psycho – Bret Easton Ellis
Mao II – Don DeLillo
Foucault’s Pendulum – Umberto Eco
Libra – Don DeLillo
The New York Trilogy – Paul Auster
Watchmen – Alan Moore & David Gibbons
The Handmaid’s Tale – Margaret Atwood
Perfume – Patrick Süskind
White Noise – Don DeLillo
The Unbearable Lightness of Being – Milan Kundera
Neuromancer – William Gibson
Flaubert’s Parrot – Julian Barnes
The Life and Times of Michael K – J.M. Coetzee
The Color Purple – Alice Walker
Confederacy of Dunces – John Kennedy Toole
The Name of the Rose – Umberto Eco
The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy – Douglas Adams
The Shining – Stephen King
Breakfast of Champions – Kurt Vonnegut, Jr.
Invisible Cities – Italo Calvino
Slaughterhouse-five – Kurt Vonnegut, Jr.
Portnoy’s Complaint – Philip Roth
The Master and Margarita – Mikhail Bulgakov
The Crying of Lot 49 – Thomas Pynchon
God Bless You, Mr. Rosewater – Kurt Vonnegut
Cat’s Cradle – Kurt Vonnegut
Catch-22 – Joseph Heller
The Lord of the Rings – J.R.R. Tolkien
Lolita – Vladimir Nabokov
The Catcher in the Rye – J.D. Salinger
Nineteen Eighty-Four – George Orwell
Animal Farm – George Orwell
Of Mice and Men – John Steinbeck
The Hobbit – J.R.R. Tolkien
Independent People – Halldór Laxness
Brave New World – Aldous Huxley
We – Yevgeny Zamyatin
Heart of Darkness – Joseph Conrad
Dracula – Bram Stoker
The Time Machine – H.G. Wells
The Death of Ivan Ilyich – Leo Tolstoy
Crime and Punishment – Fyodor Dostoevsky
Notes from the Underground – Fyodor Dostoevsky
Fathers and Sons – Ivan Turgenev
The House of the Seven Gables – Nathaniel Hawthorne
Candide – Voltaire
The Golden Ass – Lucius Apuleius

Þetta eru rétt um 5,3% af heildinni. Það er ekki nógu góð frammistaða, hmm Björn. Þarna eru reyndar ein tvær sem ég kláraði ekki alveg, en las nógu langt inní áður en mér leiddist þær, og fattaði svona sirka hvað var í gangi. Á móti kemur að lét vera nokkrar bækur sem ég hef lesið talsvert í og langar að klára síðar.

Hver velur annars í svona lista? Þarna er enginn Shakespeare og ekkert forn-grísku leikritaskáldanna, en Watchmen fær stæði?

Er Biblían ekki á listanum vegna þess að hún er ekki skáldverk eða vegna þess að hún er lélegt skáldverk?

Og engin Njála???

Jæja.

Það er annars nóg á þessum lista sem mig langar til að lesa. Þeir eru nefnilega ágætir til þess, þessir listar, að benda manni á eitt og annað. Ég var annars að klára fyrstu þáttaröð af The Sandbaggers núna í þessu. Taka þá næstu? Jú, hví ekki..

-b.

Úr Running Dog

Earl Mudger segir:

When technology reaches a certain level, people begin to feel like criminals," he said. "Someone is after you, the computers maybe, the machine-police. You can't escape investigation. The facts about you and your whole existence have been collected or are being collected. Banks, insurance companies, credit organizations, tax examiners, passport offices, reporting services, police agencies, intelligence gatherers. It's a little like what I was saying before. Devices make us pliant. If they issue a print-out saying we're guilty, then we're guilty. But it goes even deeper, doesn't it? It's the presence alone, the very fact, the superabundance of technology, that makes us feel we're commiting crimes. Just the fact that these things exist at this widespread level. The processing machines, the scanners, the sorters. That's nough to make us feel like criminals. What enormous weight. What complex programs. And there's no one to explain it to us.

Fésbók [f. Gunns] og kórhjakki

Ég hafði veður af því að unglingarnir á bókasafninu hefðu stofnað grúppu á facebook, þar hefðu þau auglýst síðasta partí og svona. Ég verð að vera memm. Nú er ég búinn að hanga í þessu heillengi. Að gera hvað? Ég er ekki alveg viss. Vingast við fólk? Svona að nafninu til, að minnsta kosti. Ég sé ekki framá að hitta mikið af þessu liði á næstunni, en kannske er leikurinn til þess gerður, að halda sambandi við fólk sem er ekki beint í næsta húsi.

Það er fínt. Fólk er gott, yfirleitt.

Ég renndi austur á laugardaginn með hann Hall. Karlinn var með opna vinnustofu á Eyrarbakka, hann er búinn að vera þarna í nokkrar vikur og kann vel við sig. Eftir að hann lokaði sjoppunni rúntuðum við, keyptum gos í gleri og svona. Tókum hús á Víði niðrí Helli, þar var sól í fjalli og kassar af bjór úti við grill. Víðir ætlaði á ball, en fyrst kíktum við með honum í stelpupartí í einhverjum rima. Það hætti náttúrulega að vera stelpupartí þegar við mættum, en já já.

Þar var karókí uppá vegg og snakk og allskonar. Ég ákvað hinsvegar að fara aftur í bæinn sama kvöld, svo ég stoppaði ekki lengi.

Við höfðum líka tekið dágóða rimmu á föstudagskvöld, við Víðir og Davíð. Við sátum og sötruðum og ég stakk uppá því -- í algeru djóki -- að fara í karókí. Það lifnaði yfir strákunum, báðum tveim. Augun urðu jafn stór og undirskálar, ég er ekki frá því að eyrum hafi sperrst dálítið. Ég áttaði mig á því að þetta væri hreint ekki svo slæm hugmynd. Við tókum leigara í Ölver og sungum allir eitthvað. Þetta var mitt lænöpp:

Fyrst



og síðan



Ég hugsa að ég hafi ekki verið alveg jafn svalur og þessir herramenn (erfitt, ef ekki ógerlegt, að slá ungum og tápmiklum Steve Martin við), og mig vantaði sárlega bakraddir, en þetta var samt helvíti gaman.

Maður verður að gera hlut, sjáðu til. Annars er ekkert að gerast.

-b.

09 maí 2008

Uppástunga - Framtíð - Sigur!

Nú hefur hann Davíð Stefánsson verið að auglýsa þjónustu sína nýlega, þarsem hann hjálpar fólki að skrifa. Ég held það sé vanþörf á, dag hvern horfi ég niður á grunlausa einstaklinga sem leyfa sér að skrifa í blöð og á veggi og gera það vitlaust, ó svo vitlaust.

(Ég horfi niður með sjónglerunum mínum, annað heitir Hroki og hitt Menntasnobb. Ég pússa þau endrum og eins með þartilgerðum klút. Klúturinn heitir Fyrirlitning. Ég horfi niður þaðan sem ég stend í turninum mínum, en ekki spyrja mig úr hverju hann er. Hann er úr fílabeini.)

En já, hann hefur semsagt kastað sér útí þennan geira. Ég fer varla að keppa við hann, Davíð er drengur góður og ég hef engan áhuga á að neinu svoleiðis, að minnsta kosti ekki fyrren við höfum haft verðsamráð og svona fínt. Ég gæti hinsvegar hugsað mér að veita svipaða þjónustu og lýst er hér:

...

[This] inspired Flann O'Brien, writing in the Irish Times as Myles na Gopaleen, to concoct his ingenious scheme for a book-handling service, aimed at those rich enough to have accumulated a private library but too busy, idle or stupid to actually read it. Any such citizen who wanted to make a favourable impression on those who took down a volume or so from the shelves would simply have to call in Myles's team of expert bookmaulers, who would not merely crease, dog-ear, crumple and stain them, but, for those willing to fork out for Class Four treatment (the Superb Handling, or the Traitement Superbe, as we lads who spent our honeymoon in Paris prefer to call it') make apposite and erudite annotations:
suitable passages in not less than fifty per cent of the books to be underlined in good-quality red ink and an appropriate phrase from the following list inserted in the margin, viz:

Rubbish!
Yes, indeed!
How true, how true!
I don't agree at all.
Why?
Yes, but cf Homer, Od., iii 151
Well, well, well.
Quite, but Bousset in his Discours sur l'histoire Universelle has already established the same point and given much more forceful explanations.
Nonsense, nonsense!
A point well taken!
But why in heaven's name?
I remember Joyce saying the very same thing to me.

Need I say that a special quotation may be obtained at any time for the supply of Special and Exclusive Phrases? The extra charge is not very much, really.


...

(Héðan: Kevin Jackson, Invisible Forms. Picador, London. Bls. 173-4.)

Galið, en hreint ekki svo galið. Fylgist með léninu www.bryddarinn.is

-b.

Úr Sætum lygum: brandarinn

Hlustið mig þarsem ég sit í glasi og segi brandara í sumarbústað.

Ég tók upptökutækið með í bústaðinn og greip marga klukkutíma á band, en það er eiginlega ekkert nothæft í því.. Einsog við má búast, held ég. Þetta eru einsog myndirnar úr partíinu þarsem maður sér fólk tala saman, standa útá svölum, hella bjór, gefa hæ-fæv o.s.frv. en enginn reynir að gera neitt spes fyrir myndavélina, það er enginn performans. Þú veist, og sérð kannske að einhverju leyti á myndunum, að þetta var fínt partí, en það þýðist ekki yfir á mynd.

Þessi klippa er samt ágætis vísir. Þarna heyrist:

a) Hvernig tónlist var í hávegum höfð

á) Hvað potturinn var heitur á þeirri stund (þetta var mjög mikilvægt fyrsta kvöldið)

b) Hvað ég er lélegur í því að segja brandara

b2) Hverskonar brandara ég kýs að segja, og hvað ég man helst -- Lélega brandara, því ég veit að ég er lélegur í því að segja brandara. (Sjá einnig: Gasklefabrandarinn og Trúðabrandarinn.)

d) Hversu erfitt það er að segja brandara frá byrjun til enda án þess að vera truflaður af mönnum sem eru allir að segja sína eigin brandara á meðan.

d2) Hversu litlu máli það skiptir að maður sé ,,truflaður" trekk í trekk. Það að segja brandara í þessu umhverfi er ekki performans heldur hluti af samræðunum. Þarna má t.a.m. heyra að brandarinn sprettur útúr pungnum á Víði, eða því að sjá Víði breyta pung sínum í skapabarma. Og tala um það.

d3) (Eru brandarar í bústað rísóm, andstætt grenitrjám sem þeir eru á sviði?) ((Ég þekki ekki minn póstmódernisma lengur.))

d4) Ennfremur er brandarinn ekki eyland, þegar pönslínan er komin og farin tekur næsti við og prjónar við hann, aftaní, framaní eða innaní. Þetta er í raun sami punkturinn og áður. Kannske var þessi listi ekki svo góð hugmynd.

Á upptökunum má líka heyra fleiri fleiri mínútur af trommuslætti (Lost in Music: The Drums), hálffullorðna menn syngja með eitís lögum í handónýtri falsettu, raus um gömlu dagana, meiðyrði og skammir og fullt fullt af drykkju. Ef hlutaðeigandi vilja hlusta á alla þessa dýrð þá skal ég sendana. Ekki málið. En þetta er það eina sem ég get hugsað mér að leyfa óinnvígðum að heyra.

-b.

08 maí 2008

Sætar lygar - myndirnar (1000)



Sjáið Davíð í speglinum. Herm hann hver. Davíð í speglinum vill að þú smellir á myndina sína, Davíð í speglinum er að keyra bíl en hann krefst þess samt að þú smellir og sjáir inní framtíðina, myndir úr ferðinni sem hann er að leggja upp í.

Davíð í speglinum veit hluti sem þið munið aldrei vita.

En þið getið séð sumt af því sem varð og er núna orðið, smellið á myndina.

Davíð í speglinum er í myndinni, ekki smella á Davíð í myndinni, en smellið á myndina.

-b.

06 maí 2008

Þynnkan sem tórir í vikur eða mánuði

Það small eitthvað í bakinu á mér núna um helgina.

Nei, það er ekki rétt. Sko. Ég tók bara eftir því á laugardagsnóttinni að ég var með verk í mjóbakinu. Hann var kunnuglegur, ég hef fengið svona verk áður, ég hef verið með svona verk í nokkra mánuði í senn. Það er þegar hann hverfur sem eitthvað smellur. Með látum. Síðast voru vitni að því; þetta var ekki ímyndun í mér.. þá var hann bara nokkurra daga gamall. Djöfull fer þetta í taugarnar á mér.

Ástæðan held ég að hljóti að vera þessi: Ég tók upp öxi og hamaðist á einhverri trjágrein. Einsog asni.

Nú sé ég að húsaleigubæturnar hafa hækkað um nokkra þúsundkalla. Þær eru komnar í 18.000kall, það er alveg.. 5.500króna hækkun. Nú þarf ég að endurgreiða strákunum einhvern pening. Ó mig auman.

Ég er einn heima akkúrat núna. Það er frekar skrýtið, aðallega held ég vegna þess hversu stórt plássið er. Ef ég hefði bara herbergið mitt og stigagang þar fyrir utan þá gæti ég gert einn hlut og fyllt allt plássið, en nú er ég annaðhvort í eldhúsinu, stofunni eða svefnherberginu. Á meðan ég er á einum þessarra staða sitja hinir tómir, hálfdauðir. Ef ég ætla að halda lífi í allri íbúðinni þá þarf ég að gera tvo þrjá hluti í einu, og vera á hlaupum á meðan.

Nú er talað um að gullfiskar verði aldrei of stórir fyrir búrið sitt, þeir stækki ekki umfram plássið sem þeir hafa til umráða. En það verður að vera eitt stórt svæði, ekki mörg lítil og gengt á milli. Eða synt. Hvort stækkar fólk við sig vegna þess að það fjölgar í fjölskyldunni eða öfugt? Ekki það að ég sé að fara að ættleiða kínverskt/indverskt/afrískt barn. Eða blending af öllu þrennu. Hei. Það væri bara vitleysa. Ég á eftir að horfa á The Return of the King aftur.

Ég er líka að reyna að spara pening, alltíeinu. Get ég klárað mánuðinn á 40þúsund krónum? Náms-Björn hefði getað það, eftir leigu.

Ahemm. Fleira, því ég nenni ekki að gera eitthvað annað.

Við vorum semsagt í bústað um helgina. Á sunnudaginn sátum við og gerðum lítið, voða lítið. Davíð er rólegi maðurinn, hann verður eftir þegar við förum í bæinn. En það var ekki að gerast ennþá. Sko við sátum í bústaðnum, ég var í sófanum, einhver í stólnum, eitthvað að sljákka í kamínunni. Einhver (ég?) sagðist ætla að vera veikur á mánudeginum, helgin hefði tekið á. ((Þetta gekk eftir í mínu tilfelli, ég var handónýtur í gær. En ég hafði allavega þetta andskotans bakmein, þetta var ekki bara leti.))

Einhver fór að tala um helvítis vinnuna, annar minntist á guðdómlega daga víns og rósa í Háskólanum, við rausuðum um þetta. Ég man ekki hver sagði hvað, ég held þetta hafi þó aðallega bara verið við Davíð og kannske Inga. Ég man hinsvegar að Egill sagði ,,Aumingjar. Þið viljið fara aftur í skólann til að þurfa ekki að gera neitt, en þið nennið því ekki?"

Hann hitti naglann á höfuðið. Mér fannst það óheyrilega fyndið.

En nei, úr þessu myndi ég varla nenna að fara aftur á námslán, skila verkefnum, mæta í tíma. Ef ég næ einhverntíman í helvíti að klára þessa MA-ritgerð þá segi ég skilið við draslið. For gúdd? Ag. Hver veit. Mér finnst þægilegt að eiga pening en hvað í helvíti er ég sosum að gera við hann?

Fara á Hróarskeldu. Flón.

Æ já.

Nýkominn úr bústað og það eru bara rúmlega fimmtíu dagar í næstu úti-legu. Með dýnum og veðri og tónlist og eitri. Áfengi er óhreint lyf, það sökkvir öllum líkamanum í eitur, það ræðst á þig úr öllum áttum. Það miðar ekki á og tekur fyrir einn tiltekinn viðtakanda eða slíkt, það líkist frekar napalm-teppalagningu, þarsem taugakerfið í heild fær að drekkja sér í ljúffengu etanóli.

Ég á annars nokkrar myndir og heilan helling af upptöku (sem ég efast reyndar um að sé spennandi fyrir nokkurn sem ekki var á staðnum, og ég meika varla að fara í gegnum það), ég verð að sjá hvort ég geti deilt þessu með veröldinni í gegnum internetið. Sko mig og lingóið.

Mig langar í gtaIV. Æ já. Peningar.

-b.

04 maí 2008

Sætum lygum lokið

Ég útbjó snarbilað mixteip fyrir sumarbústaðinn, sem vakti mikla lukku (a.m.k. hjá sjálfum mér). Ég fór í gegnum fullt fullt af torrentum og þegar ég skimaði í gegnum Queen megapakka einhvern þá fannst mér þessi titill fyndinn, svo þetta lag fékk að fljóta með:



Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Queen, ég skil ekki fólk sem elskar bílana sína, ég veit ekki einusinni hvað það er nákvæmlega sem gerði þetta lag svona skemmtilegt, en akkúrat núna man ég ekkert annað lag.

Jú það og að heyra í Girl Talk, sem ég hafði lesið um en ekki nennt að skoða frekar. Það er enn eitt band sem ég vil sjá á Hátíðinni. Og Black Mountain líka. Væri til í það.

Þess utan: Skotvopn, kolagrill, smá sólskin, pottur og ,,farðu af landareigninni minni."

Don't have to listen to no run-of-the-mill talk jive!

-b.