Amazon pakkinn sem ég átti von á seint í næstu viku kom til mín í gærkvöld. Ég spurði gaurinn hvort þeir væru ekki hættir að senda pakkana út, hann kannaðist ekkert við það. Að sama skapi kannast umsýslukerfið hjá Amazon ekkert við að pakkinn hafi náð á áfangastað, samkvæmt þeim er hann ennþá útá sjó.
En þar eru komnir Markson og Casanova og Gondry, ég verð að fara að klára Running Dog og ég á ennþá eftir að fara í gegnum Invisibles blöðin sem ég keypti.. En það er reyndar gott að eiga það eftir. Að eiga gull til að liggja á.
Og núna verð ég að slaka á kaupunum. Björn verður að eiga pening í bankanum þegar harðindin skella á.
Planið í kvöld: sparka af mér skónum heima í stól og horfa á Brazil.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli