14 febrúar 2007

Flash Gordon var það

Skellum þessu hér líka, uppá kompletið..

Hann SKjartan sagðist halda að fyrra atriðið sem ég lýsti væri úr Flash Gordon, og það var laukrétt. Ég sótti myndina í dag og var að enda við að renna í gegnum hana. Senan sem ég skrifaði um er miklu saklausari í myndinni en í minningunni, en þarna er hún. Og myndin er æði.

Hún er stúúúúpid, algerlega útí hött, yfirdrifin og klippt úr kartonpappír, og hún veit það alveg. Hetjan er aría-dúkkulísa, quarterback sem gengur um í bol með nafninu sínu á og bræðir kellingarnar með því að líta í áttina til þeirra; skúrkurinn reynir að giftast heitkonu hans, og sver við athöfnina að hann muni ekki varpa henni útí geim fyrren hann verður þreyttur á henni.. Og svona augnablik: Það er svaka bardagi í gangi útifyrir, og inní höllinni hanga Timothy Dalton og klikkaði prófessorinn niðrí dýflissu. Það er klippt til þeirra þarsem þeir standa og þegja í smástund og svo segir Dalton:


,,Tell me more about this man Houdini."


Snilld snilld.

Hún er líka að drukkna í kynlífi, sem kom mér á óvart, og ég býst við að hafi farið framhjá mér í den. Þetta 'Wood Beast' atriði er reyndar ansi Freudískt, en ég ætla að láta sem mest ósagt um það alltsaman.

-b.

Engin ummæli: