16 maí 2008

Bæ ðe bæ, sá einhver Sigmund í dag?

Ég nenni ekki að skanna skrítluna, en hún er svona:

Obama er klæddur í laufapils, með eyrnalokka og ökklahringi, og ber eldivið að potti þar sem í situr Hillary Clinton. Hann ætlar semsagt að sjóða og éta hana. Frumbygginn og mannætan Barack Obama.

Ég get ekki sagt að þetta hafi beint farið fyrir brjóstið á mér, en einhverstaðar í heiminum hefði þetta ekki talist smekklegt. Það kemur mér eiginlega á óvart að rasískar steríótýpur skuli enn þykja fyndnar.. Ég meina, einhverjum hlýtur að hafa þótt þetta nógu sniðugt til birtingar í Mogganum. Eða hefur maðurinn alveg frjálsar hendur á sínum fasta stað?

Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart þegar ég rek mig á rasíska tendensa hjá fólki sem ég tala við, jafnvel fólki sem ég á að þekkja. Maður spyr sig á hvaða tímapunkti maður stilltist inná ákveðin viðmið, sem fóru samt svo gersamlega framhjá nágrannanum.

-b.

Engin ummæli: