13 maí 2008

Fésbók [f. Gunns] og kórhjakki

Ég hafði veður af því að unglingarnir á bókasafninu hefðu stofnað grúppu á facebook, þar hefðu þau auglýst síðasta partí og svona. Ég verð að vera memm. Nú er ég búinn að hanga í þessu heillengi. Að gera hvað? Ég er ekki alveg viss. Vingast við fólk? Svona að nafninu til, að minnsta kosti. Ég sé ekki framá að hitta mikið af þessu liði á næstunni, en kannske er leikurinn til þess gerður, að halda sambandi við fólk sem er ekki beint í næsta húsi.

Það er fínt. Fólk er gott, yfirleitt.

Ég renndi austur á laugardaginn með hann Hall. Karlinn var með opna vinnustofu á Eyrarbakka, hann er búinn að vera þarna í nokkrar vikur og kann vel við sig. Eftir að hann lokaði sjoppunni rúntuðum við, keyptum gos í gleri og svona. Tókum hús á Víði niðrí Helli, þar var sól í fjalli og kassar af bjór úti við grill. Víðir ætlaði á ball, en fyrst kíktum við með honum í stelpupartí í einhverjum rima. Það hætti náttúrulega að vera stelpupartí þegar við mættum, en já já.

Þar var karókí uppá vegg og snakk og allskonar. Ég ákvað hinsvegar að fara aftur í bæinn sama kvöld, svo ég stoppaði ekki lengi.

Við höfðum líka tekið dágóða rimmu á föstudagskvöld, við Víðir og Davíð. Við sátum og sötruðum og ég stakk uppá því -- í algeru djóki -- að fara í karókí. Það lifnaði yfir strákunum, báðum tveim. Augun urðu jafn stór og undirskálar, ég er ekki frá því að eyrum hafi sperrst dálítið. Ég áttaði mig á því að þetta væri hreint ekki svo slæm hugmynd. Við tókum leigara í Ölver og sungum allir eitthvað. Þetta var mitt lænöpp:

Fyrst



og síðan



Ég hugsa að ég hafi ekki verið alveg jafn svalur og þessir herramenn (erfitt, ef ekki ógerlegt, að slá ungum og tápmiklum Steve Martin við), og mig vantaði sárlega bakraddir, en þetta var samt helvíti gaman.

Maður verður að gera hlut, sjáðu til. Annars er ekkert að gerast.

-b.

Engin ummæli: