22 maí 2008

Bukowski dagsins

Hingað var að berast, í hvítum kassa utanaf ljósritunarpappír, bókasending frá útgáfufélaginu Brú. Þar á meðal var Að kveikja sér í vindli og önnur ljóð, úrval ljóða Bukowskis í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Sumt af þessu er mjög ekta.

og tunglið og stjörnurnar og heimurinn

langar göngur
að kvöldlagi --
þær eru góðar
fyrir
sálina:
gægjast inn um glugga
og horfa á þreyttar
húsmæður
reyna
að verjast
bjóróðum
eiginmönnum

______________


með flensuna og ekkert annað að gera

ég las bók um John Dos Passos og samkvæmt henni
endaði John sem eitt sinn var róttækur kommi
ævina á Hollywoodhæðum, lifði á fjárfestingum
og las
Wall Street Journal

mér sýnist þetta gerast allt of oft.

það sem næstum aldrei gerist er
að maður breytist úr ungum íhaldsmanni
í gamlan óðan róttækling

heldur:
virðast ungir íhaldsmenn alltaf verða að
gömlum íhaldsmönnum.
það er nokkurs konar loftstífla.

en þegar ungur róttæklingur endar ævina
sem gamall róttæklingur
fjalla gagnrýnendur
og íhaldsmenn
um hann eins og hann hefði sloppið út
af geðveikrahæli.

Svona er nú pólitíkin okkar og þú mátt eiga hana
eins og hún leggur sig.

verði þér að góðu.

og rektu hana upp í
rassgatið á þér.

(bls. 34 og 54-5.)

Engin ummæli: