Það var appelsínugul birta í herberginu þegar ég kom heim. Það er frekar þykkur himinn yfir borginni núna. Ég fór og lét taka passamyndir af mér, til að geta keypt mánaðarkort í lestirnar á morgun, og myndirnar eru svarthvítar og dálítið stórar. Þessi vél vildi ráða því sjálf hvenær hún smellti af, og þá verður maður að passa sig á brosinu. Einhverstaðar átti ég nú gamla passann, en ég gæti hafa týnt honum á Íslandinu yfir jólin. Eða kannske er hann inní í skáp.
...
Hann var inní skáp. Í fjórðu hillunni oná myndasöguhefti. Ég var pottþétt búinn að leita þar áður.
Djísús. Þar fóru sextíu krónur danskar fyrir lítið.
Nýir Rome og Studio 60 í dag, en um leið og ég set azureus í gang hrynur allt annað netsamband. Mikið þoli ég ekki þegar svona lagað virkar ekki bara.
Skólinn byrjar á morgun. Fyrsti tíminn klukkan tvö, daginn eftir klukkan tíu. Og ég vona að það verði eitthvað varið í þessa kúrsa, annars er ég hættur og farinn og strokinn til Belgíu.
-b.
5 ummæli:
Belgíu?
...ég þori varla að spyrja.
Já einmitt! Hvað er í Belgíu? Fyrir utan dásamlegur munkabjór!
-ingi
Þarf maður eitthvað fleira en yndislegt klausturbrugg?
er betra netsamband þar?
Hallur
Það væri óskandi maður.
Skrifa ummæli