Ég tel það vera innan marka mannlegs hugvits og framtakssemi að ég geti, einn góðan veðurdag, flogið
Ef það gengur eftir tel ég ekki fráleitt að ég geti um leið snert himininn
Þetta er eitthvað sem ég velti fyrir mér endrum og eins
Þessi hugmynd, að breiða út einhverskonar sérútbúna vængi og hefja mig til flugs, leitar á mig
Já, ég trúi því að geti, með Guðs hjálp og góðra manna, svifið um loftin blá
Og ef þær fígúratívu dyr tækifærisins opnast - ef Fortúna ákveður í hendingu að ljúka þeim upp fyrir mér - þá skal ég sannarlega taka á rás áður en hurðin fellur að stöfum á nýjan leik
Ég tel það meira en líklegt að ég muni, fyrr eða síðar, fljúga
Svei mér þá, ef allt fer á besta veg gæti ég flogið
Ég trúi því staðfastlega að ég geti flogið
20 febrúar 2007
Ég hef setið yfir ljóðabókunum í dag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
R. Kelly er svo fínn gaur.
Skrifa ummæli