20 febrúar 2007

24 og pyntingar og annað

Since September 11th, depictions of torture have become much more common on American television. Before the attacks, fewer than four acts of torture appeared on prime-time television each year, according to Human Rights First, a nonprofit organization. Now there are more than a hundred, and, as David Danzig, a project director at Human Rights First, noted, “the torturers have changed. It used to be almost exclusively the villains who tortured. Today, torture is often perpetrated by the heroes.” The Parents’ Television Council, a nonpartisan watchdog group, has counted what it says are sixty-seven torture scenes during the first five seasons of “24”—more than one every other show. Melissa Caldwell, the council’s senior director of programs, said, “ ‘24’ is the worst offender on television: the most frequent, most graphic, and the leader in the trend of showing the protagonists using torture.”

The show’s villains usually inflict the more gruesome tortures: their victims are hung on hooks, like carcasses in a butcher shop; poked with smoking-hot scalpels; or abraded with sanding machines. In many episodes, however, heroic American officials act as tormentors, even though torture is illegal under U.S. law. (The United Nations Convention Against Torture, which took on the force of federal law when it was ratified by the Senate in 1994, specifies that “no exceptional circumstances, whatsoever, whether a state of war or a threat of war, internal political instability or any other public emergency, may be invoked as a justification of torture.”) In one episode, a fictional President commands a member of his Secret Service to torture a suspected traitor: his national-security adviser. The victim is jolted with defibrillator paddles while his feet are submerged in a tub filled with water. As the voltage is turned up, the President, who is depicted as a scrupulous leader, watches the suspect suffer on a video feed. The viewer, who knows that the adviser is guilty and harbors secrets, becomes complicit in hoping that the torture works. A few minutes before the suspect gives in, the President utters the show’s credo, “Everyone breaks eventually.” (Virtually the sole exception to this rule is Jack Bauer.)

...

The show sometimes toys with the audience’s discomfort about abusive interrogations. In Season Two, Bauer threatens to murder a terrorist’s wife and children, one by one, before the prisoner’s eyes. The suspect watches, on closed-circuit television, what appears to be an execution-style slaying of his son. Threatened with the murder of additional family members, the father gives up vital information—but Bauer appears to have gone too far. It turns out, though, that the killing of the child was staged. Bauer, the show implies, hasn’t crossed the line after all. Yet, under U.S. and international law, a mock execution is considered psychological torture, and is illegal.

Ég er ennþá að mjaka mér inní þriðju seríu.

En þetta atriði úr annarri seríu fannst mér einmitt athyglisvert. Sama hvað hetjurnar gera, og sama hvað kemur fyrir þær, þá er maður orðinn vanur því að það endi allt meira og minna vel í lokin. Súpermann er ekki drepinn alveg sama þótt einhver drekki honum í fljótandi kryptóníti**, og sama þótt við sjáum hann drepa Lex Luthor með berum höndum útá götu kemur það seinna í ljós að það var draumur, því Luthor fangaði Súpermann í dáleiðandi geislanet og bla bla***. En maður leikur sér við tilhugsunina, og þegar kemur að þessu tiltekna atriði í 24 var Bauer búinn að vera á mörkunum allnokkrum sinnum. Þannig að þegar hann gefur skipunina og gaurinn hinumegin skýtur soninn í höfuðið fannst mér það frábært. Loksins æxluðust hlutirnir ekki nákvæmlega einsog maður hefði haldið. Bauer fór yfir strikið.

En hann gerði það ekki, þetta var sviðsett. Leim. Að vísu reddaði það honum síðar þarsem hann fékk frekari upplýsingar úr fanganum, en það var í raun og veru bara útúrdúr. Ég vildi sjá hann taka þessa ákvörðun, vitandi það að honum fannst hún réttlætanleg, skilja hversvegna hann gerði það sem hann gerði, og fá að hata hann fyrir að gera það. Ég vil að Hans Óli skjóti fyrstur, ég vil að Cerebus nauðgi Astoriu, ég vil að Vic skjóti félaga sinn í höfuðið. Ég er ekki að segja að þeir ættu að komast upp með það - það er kannske það sem skilur að tragískar hetjur og óþokka. En ég vil fá tækifæri til að hata hetjuna og halda samt áfram að telja hana með hetjunum.

Þetta tengist reyndar því sem ég var að tala um í sambandi við Rome. Ég hefði frekar viljað að framleiðendurnir gengu alla leið, en þrátt fyrir allt kom Vorenus ansi skítlega fram við fjölskyldu sína, og olli óbeint dauða konu sinnar. Hann brást illa við og lét einfaldlega einsog hálfviti, en maður skilur hversvegna, og manni er gefið færi á því að fyrirlíta hann fyrir það sem hann gerir. Þegar hetjan stendur svoleiðis lagað af sér er farið að vera hægt að tala um persónu.

...

Bæði Studio 60 og Battlestar voru slæmir. Sá síðarnefndi eiginlega alveg ferlegur. Mann langar að grípa þessa helvítis skrifara og öskra Geriði eitthvað!! Andskotann er verið að gefa þeim 20 þætti í seríu ef þeir nota síðan ekki helminginn af þeim í nokkuð sem skiptir máli? Family Guy og American Dad redduðu þessu, voru báðir furðu solíd. Ég á eftir að horfa á Rome, en ástæðan er sú að ég er ekki búinn að kíkja á þáttinn þar á undan ennþá. Ég ligg á honum einsog ormur á gulli, að geyma mér áhorfið. Og núna eru þeir orðnir tveir. Mmm.

Ég kíkti á The Sarah Silverman Program en of mikið af henni fer illa í heilann á mér, að ekki sé minnst á taugarnar. Þátturinn er ekki að virka. Náði líka í síðasta 30 Rock af einhverjum ástæðum og hann fer ennþá dálítið í taugarnar á mér, en átti samt nokkur gullin augnablik.. Kannske maður kíki betur á hann. Dirt nennti ég ekki að hanga yfir. Hann á heima í gámnum þar sem ruslið er. Intelligence er kanadískur þáttur um einhverskonar leyniþjónustu og einhverskonar bófa. Pælotinn er þokkalega vel skrifaður og lítur vel út, en best er að heyra fólk tala um eiturlyfjasmygl og ólöglegar símahleranir með kanadískum hreim. Ég lít af skjánum og mér finnst strax einso ég sé að horfa á Trailer Park Boys. Ei?

-b.

**Er til fljótandi kryptónít? Ekki slæm hugmynd að minnsta kosti.

***Ég á þessa myndasögu oní kassa einhverstaðar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hans Óli? Æi Bjössi.
En gaman að sjá þessa grein um pyntingar í 24, með tilliti til pistilsins hans Zizeks.

Björninn sagði...

Ertu í alvörunni ekki að fíla Hans Óla og Loga Geimgengil? Mér finnst það frábært.

Og jú ég á reyndar eftir að lesa greinina hans Zizeks, ég ætlaði að reyna að komast lengra með þættina fyrst.. en það er gaman að velta þessu upp.

Nafnlaus sagði...

O nei.

Björninn sagði...

Enskufasisti.