Ég er ekki kominn aftur.
Ég er ekki kominn aftur.
Ég fór aldrei í burtu, en ég var samt ekki hér og ég verð ekki hér.
Það er betra að ræskja sig með því að segja nokkur orð upphátt, svipað því að lesa áletrunina á veggnum fyrir ofan dyrnar á hellinum: The way is shut...
Maður er ekki að festa sig í neitt, þannig séð. Það málar sig enginn inn í horn með aðfararorðum. Maður getur alltaf gangið á bak svoleiðis. Þau eru hluti af heildinni en stand um leið utanvið. Látum það vera til merkis um menntun mína og hugmyndaleysi að ég skuli undir eins vera kominn inn í einhverskonar staðlaða hugmynd um póstmódernisma. En þetta snýst ekki um mig!
Auðvitað snýst þetta um mig.
Það er ég sem er ekki kominn aftur.
Það að skrifa er leið til að hugsa um hlut. Með því að hætta að skrifa hættir maður ekki að hugsa en maður hugsar öðruvísi, maður hættir að hugsa á þann hátt. Ég dreg óhjákvæmilega hliðstæðu á milli þess og að hætta að hreyfa sig á ákveðinn máta. Ég get hjólað eins og ég vil en ef ég hætti að lyfta í eitt og hálft ár þá hætti ég að geta lyft. Af hverju vill maður lyfta?, spyr veröldin. Tjah. Svo maður hætti ekki að geta lyft..?
Það væri kannske ráð að gefa spyrjandanum einhverskonar identítet. Einhverra hluta vegna dettur mér „tjöldin“ í hug. Ég veit ekki neitt um Kundera en hann hefur eitthvað að segja um áhorfendur og þá sem velja sér áhorfendur. Eða er punkturinn sá að allir velji sér áhorfendur, bara á misjafna vegu, eða með misjöfnu markmiði?
Maður hættir ekki bara að hugsa um heiminn utanvið mann sjálfan heldur líka sína eigin ævi, svona eins og hún líður dag frá degi. Sennilega er stærsti áhrifavaldurinn að þessu slútti sá að ævin tekur meira pláss en áður. Það mætti kalla það kaldhæðni. Sennilega bara einföldun samt.
Köllum þetta alltsaman aðfararorð. Númer 1334; rétt að byrja.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli