Ég sit á Laundromat. Kíkti í ríkið hérna á móti og langaði í eitthvað í svanginn. Svanga magann þ.e.a.s. Svanginn? Um svangann o.s.frv. væntanlega. Vtnl.
En ég borðaði eitthvað og datt í hug að skrifa hér á htc lyklaborðið. Það sem ég pantaði var kúbönsk samloka og Úlfur, nema að Úlfurinn var ekki til. Mér var boðinn Bjartur eða Surtur í staðinn. Svartur eða offwhite í staðinn fyrir grænan? Kannske er það ósanngjörn samlíking. Í öllu falli fékk ég ekki humlana mína, en það var í góðu þegar allt kom til alls því þetta kúbanska var síður en svo bragðsterkt. Hvítur Erdinger var fínn í þetta.
Meira en lítið uppgefinn eftir vikuna. Hún endaði semsagt í 14 tíma manískum föstudegi og ég með grjót í mjóbakinu, en allt gekk vel, svo það var mikill léttir. Konjak með dómnefndinni í lok kvöldsins linaði ýmislegt...
Í kvöld verður þrennskonar samanburður í gangi: Surtur og Lava; Gæðingur þorrabjór og Móri; 8 vikna Bee Cave og 1 viku Bee Cave. Ég er allavega spenntur.
Ég er enn á Laundromat og bakpokinn er þungur af bjór, kannske ráð að leggja á Laugaveginn. Upp, upp, upp, upp, alla leið á hlemm!
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli