Ég fór og sótti z-brautina í dag niðrí Z-brautir. Búðin heitir þetta semsagt. Hún er í sama húsi og Bónus í Skeifunni. Ég hjólaði þarna niðreftir fyrir helgi og lagði inn mál á glugganum og svona. Svo hringdu þau í morgun og sögðu mér að pikka þetta upp vinsamlegast. Ég gerði það bara á hjólinu. Og sannaðist þá hið fornkveðna að maður þarf ekki bíl til að flytja tveggja og hálfs meters plastplanka á milli staða.
Ég er hinsvegar ekki búinn að koma brautinni upp því til þess þarf ég að bora göt í vegginn og ég hef ekki svoleiðis græjur. Ekki akkúrat núna. En ég hlýt að geta reddað því.
Í Kaupmannahöfn var ég lengst af gluggatjaldalaus. Með öllu. Einn af fjórum veggjum í herberginu mínu, sá stærsti, var nakið gler. Ég sá allt og allt sá mig. Á efstu hæðum Fields behemotsins var fólk að vinna óræða skrifstofuvinnu og skimaði ekki yfir götuna til að sjá nakinn skiptinema staulast á fætur eftir fimmtudagskenderíið. Eða, ef einhver gerði það þá tók ég aldrei eftir því.
Reyndar gerðist það aldrei að fólk kæmi labbandi eftir svölunum akkúrat þegar ég var á adamsklæðum. Hvað kallar maður tilviljun þegar tilviljunin er sú að eitthvað gerist ekki?
Nóg um gardínur.
Svo fórum við Víðir til Bjarta og þaðan með Bjarta í gömlu íbúðina hans og við fengum þar örbylgjuofn. Sá heitir Jens. Nú getum við ölbað. Ég fékk líka náttborð. Og Ýmir kom og tók eitt Karkasonn svona rétt fyrir flugið.
Ég veit ekki afhverju z-brautir heita z-brautir. Ég veit hinsvegar hversvegna pund eru skammstöfuð lbs í enskunni. Það er stytting á orðinu ,,libra", sem er latína og þýðir ,,vigt". S-ið í endann er þá fleirtölu-s, ,,libras". Sem er á gráu svæði málfræðilega, en hver nennir sosum að deila við Englendingana?
-b.
1 ummæli:
Þær heita z brautir því þær heita það á þýsku, en þaðan eru þær komnar. Hversvegna Þjóðverjarnir vilja kalla þær z brautir verða þeir að eiga við sjálfa sig!
Skrifa ummæli