Og djöfull gleyptu fréttastofurnar við þessari 3g auglýsingu frá Símanum. Þessi kirkjugaukur mætti í Kastljósið og Ísland í dag sama kvöldið og sagði nákvæmlega ekki neitt. Honum fannst hún smekklaus, en kirkjan ætlar ekki að kæra. Nei er það virkilega? Jóni Gnarr finnst ekkert athugavert við auglýsinguna, en það var jú hann sem samdi hana. Þetta er and-frétt.
Fólkið á Símanum er ekki alveg glórulaust. Þetta er haugur af ókeypis auglýsingu. Nógu mikið hefur það kostað að búa til þessa auglýsingu, þá er ekki verra að fá hana sýnda í fréttatímum trekk í trekk.
Það er ekki einsog nokkrum detti í hug að það verði neitt úr neinu. Einstaka hálfvitum, sem er ekki skítsama um hvernig fólk notar biblíusögur, kann að láta í sér heyra en það dettur engum í hug að gera neitt í því.
(Það situr hérna tíu manna MR hópur og talar um það hvað hann sé skemmtilegur. Hver um sig og allir í heild. Og liðið talar hærra og hærra og þá hækkar einhver í músíkinni og svo gengur það áfram. Maður var blessunarlega aldrei í þessari vatnsgreiddu SUSeldishöll en ég er þó feginn því að vera ekki alveg svona ungur ennþá.)
Önnur and-frétt: Þú getur ekki átt einkaleyfi á nafninu ,,skyr". Ekki frekar en ,,mjólk" eða ,,smjör". Hálfvitar.
-b.
1 ummæli:
hahahaaaaaaa
þú átt nú spretti
Skrifa ummæli