24 september 2007

,,Imagine if the whole town was a gift shop!"

Ég er að horfa á Slings & Arrows. Maður sér lítið af kanadísku sjónvarpi.

Á morgun kemur víst mánudagur og ég er ekki alveg að nenna honum. September að klárast? Hvað er málið með það?

Amazon sendingin ætti að berast til mín núna bráðlega. Mmmm.

Partíið var þrusufínt. Við höfðum svo sannarlega gaman af því. En ég hugsa að við verðum að slaka aðeins á næstu helgar, fyrir nágrannana. Það fór allt vel fram, engin læti og enginn óþarfa hávaði í græjunum o.s.frv. en þegar við fórum út að bíða eftir leigubíl þá hallaði ónefndur gaukur sér utaní bjöllurnar og vakti væntanlega alla blokkina klukkan rétt rúmlega eitt eftir miðnætti.

Ég vona að við þurfum ekki að flytja út strax. Mér líkar vel við þetta pleis.

Og það eru örugglega fínar partímyndir á vélinni hans Sævars. Ég skal reyna að skella einhverju upp bráðlega.

-b.

Engin ummæli: