15 apríl 2007

Og hérna er raus úr flugvélinni (lesist ekki)

Hlutir sem ég fæ á heilann um leið og ég sest inní flugvél:

One of us is crying lagið sem stelpurnar sungu í x-factor um daginn. Nema abba að flytja, held ég. Heilinn minn býður ekki uppá neitt minna. Engu til sparað.

Og nafnið The Defenestrator - ofurhetja úr haus Garth Ennis. Ofurkraftar hans eru að geta fleygt fólki útum glugga, eða de-fenestreitað því. Rosa fyndið.

Ég geri heiðarlega tilraun til að hlusta á poddköst en heyrnartólin ná ekki að yfirgnæfa suðið í vélinni. Mússík virkar betur þarsem maður þarf ekki að heyra hvert einasta orð. But god, I like it. When the moon is round and full, gonna teach you tricks that'll blow your mind, real mind.

Úti er ekkert að sjá nema hvítt. Allt í kring. Við gætum allteins verið grafin í fönn.

,,We're howling forever."

Ég settist niður tiltölulega snemma, við gluggasæti í þriggja sæta röð. Sigtaði strax út auðar raðir í kringum mig þarsem ég gæti breitt úr mér, skyldu einhverjir ánar hlamma sér í sætin við hliðina á mér. Þessar raðir fylltust smátt og smátt, en það settist enginn hjá mér. Bónus. Afhverju er ég ekki sofandi?

Flugstjórinn í kallkerfinu: ,,We expect a small flight collision."??? Neii. Hann hefur verið að segja eitthvað annað. Nema hann sé berdreyminn fatalisti.

Við Davíð kíktum á Bingó í Kópavoginum í gær. Víðir bauð okkur á rennsli. ,,Rennsli" er eitthvað leikhúslingó. Mér sýnist það þýða generalprufa, nema ekki alveg. Reynum þetta: Rennsli er fyrir generalprufu það sem generalprufa er fyrir frumsýningu. Eða er þetta kannske bara íslenskun á annars leiðinlegri slettu? General hvað. Hershöfðingjapróf?

Og afhverju eru orðin colonel og lieutenant svona ofboðslega ólík á pappír því sem þau eru á tungu? Curnel og leftenant. Plíngsj.

En já, Víðir og hinir leikararnir standa sig með prýði. Handritið virkaði stundum undarlega á mig, en ég pirra mig alltaf á því þegar leikarar fara með orð eða línur sem venjulegt fólk myndi aldrei láta frá sér. Ég þekki engann sem myndi nota orðið ,,dulúðlegur" í daglegu tali. Annars eru gömlu standardarnir til staðar: Gauksegg og föðurmorð, framhjáhöld, ofbeldi, dauði og skattar. Reyndar engin nauðgun og engin sifjaspell. Höfundur fær prik fyrir það.. ég spurði sjálfan mig hvort ég væri örugglega ekki á Íslandi ennþá.

Og hér er eitt: Ég geng alltaf í nýja flugstöð, í hvert skipti sem ég flýg frá Íslandinu. Núna virðast þeir vera búnir að breyta. Bara eftir að stinga nokkrum skjám í samband. Verslanirnar mynda ramma utanum þyrpingu af borðum og sætum. Leifsstöð er orðin moll: Það er allt gert til að rugla mann í áttum. Þú kemur útúr einni búð og þú gætir allteins verið að koma útúr öllum hinum búðunum. Maður sér bara borð og stóla og verslanabaug frá hægri og vinstri og allan hringinn. En þeir eru með ókeypis þráðlaust internet, sem er virðingarvert útaf fyrir sig.

Og ég man eftir því þegar maður sér Toby í fyrsta skipti í The West Wing. Hann er að skrifa einhvern djöful, ræðuhöfundurinn sjálfur, og flugvélin hans er að búa sig undir flugtak. Hann dreifir pappírunum sínum yfir á næstu borð og segir flugfreyjunum að það sé útí hött að fartölvan hans geti mögulega truflað rafeindabúnað flugvélarinnar. Hann þekkir þessa týpu náttúrulega alveg í þaula. Eitthvað eitthvað L-1011. Svo fær hann skilaboð um það að forsetinn hafi lent í reiðhjólaslysi, og rýkur á dyr. Hvíta húsið þarfnast hans.

Hvert var hann að fara? Við fylgjumst með lífi Tobys í rúm sjö ár þar á eftir, og hann fer aldrei framar uppí flugvél, nema í Air Force One, í fylgdarliði forsetans. Hann hefur ekki þorað að láta sig vanta framar.

,,It's got an apartment and an operating room."

Á hauspúðunum stendur ,,66° North - www.66north.com." Á farangurshólfunum eru límmiðar sem á stendur ,,Network covering 98% [og eitthvað sem ég sé ekki] - Siminn." Borðin eru auglýsingaspjöld fyrir Bláa lónið, Epal hönnun í Lefisstöð og Optical Studio - gleraugnaverslun. Er þetta alltsaman að greiða niður flugið mitt?

Á öryggisleiðbeiningunum í sætisvösunum eru karlarnir í jakkafötum frá Dressmann og konurnar í Levi's gallabuxum. Krakkarnir eru með 'hlæjandi húfur' á hausnum, þær missa ekki brosið einusinni þegar börnin spenna greipar utanum þær og búa sig undir brotlendingu. Björgunarvestin eru í boði Leviathan - hvalaskoðunar í Reykjanesbæ. Súrefnisgrímurnar eru merktar tóbaksvarnarfélaginu. ,,Reyklaust Ísland árið 2100. Sko í alvörunni í þetta skipti." Hverju andar maður ekki að sér fyrir góðan málstað?

,,But d'you know, no matter where we are, we're always touching by underground wires."

Mikið vona ég að ég þurfi ekki að standa í svona flugi aftur í bráð. Fyrir utan það sem kemur mér heim náttúrulega. Ég er ekki gerður fyrir þetta. Samkvæmt kínverskri stjörnuspá er ég hundur.. ég get alveg gúdderað það.

[Síðan lagðist ég niður og sofnaði.]

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Colonel og lieutenant eru sögð alveg eins og þau eru skrifuð af þeim sem vita hvað þau þýða. Ég á auðvitað við "heima í evropeu". Lieu=staður, tenant er sögnin tenir sem þýðir "halda."Sá sem heldur stöðu. Colonel veit ég ekki hvernig virkar, en maður segir LjuteNAnt. Maintenance er líka svona franska, main=hönd, tenant=halda.
hkh

Björninn sagði...

Tja.. ég er nú nokkuð viss um að enskumælandi fólk beri orðin fram á sama hátt jafnvel þótt þau læri orðsifjarnar.

Tfd hefur svörin.

Maintenance er gott orð.