22 apríl 2007

Enn meiri Vonnegut: því sem er sleppt

Það merkilegasta við það hvernig vitnað var í Vonnegut eftir að hann lést er hverju var sleppt. Ég hef þegar minnst á það í sambandi við ljóðið ,,Requiem" (eða ,,Sálumessu") hvernig fyrri hlutanum af því ljóði var hent fyrir róða á meðan seinni hlutinn fékk að standa í minningargreinum. (Og nú þýðir lítið að segja að það hafi ekki verið til pláss, því á netinu þurfa menn ekki að teygja á leðrinu: það er andskotans nóg pláss til.) Ef til vill var það krossfestingin á Jörðinni sem menn héldu að gæti farið fyrir brjóstið á fólki, eða þá hvernig hann staðhæfir að mannfólkið sé að eyðileggja Jörðina, og að það viti alveg hvað það sé að gera -- það er eitt að sýna Jörðina að segja bless uppúr Miklagljúfri og annað að sýna mannfólkið krossfesta hana með fullri meðvitund.

Og hversu viðeigandi er það að maðurinn sem gerði hvað hann gat til að fara í taugarnar á illvirkjum og hálfvitum sé nú ritskoðaður til þess að einmitt sá hópur fái ekki kast.

En nóg um það.

Hérna er nokkuð sem var líka birt í NY Times, og ef maður gúglar dálítið sér maður hvar fólk hefur étið þetta upp eftir blaðinu og endurprentað:
The firebombing of Dresden, which had no military significance, was a work of art. It was a tower of smoke and flame to commemorate the rage and heartbreak of so many who had had their lives warped or ruined by the indescribable greed and vanity and cruelty of Germany. The British and Americans who built the tower had been raised, like me, and in response to World War I, to be pacifists.

Hér er svo næsta efnisgrein:
Two more such towers would be built by Americans alone in Japan. When they were built and then blew away, leaving nothing but ashes and cinders, I was on a furlough in Indianapolis, my home. And even though I had seen on the ground these effects of a similar total conflagration, I myself regarded those twin towers as works of art. Beautiful!

That was how crazy I had become. That is how crazy we had all become.

That is how crazy we remain today. Attacking a civilian population from the air, with or without warning, with or without a decleration of war, has become for most of us simply one more symbol, like the Liberty Bell, of national pride.

..Twin towers of smoke and flame. Óheppileg tilviljun, vissulega. En þarna er hann að sýna hversu auðvelt það er að fjarlægja sjálfan sig svona hörmungum. Hann var á staðnum þegar Dresden var sprengd í tætlur og fann þessvegna fyrir því, en sprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki fannst honum bara nokkuð svalar. Og hann skammar sjálfan sig fyrir að finnast það, og skammar restina af Ameríku fyrir að segja já og amen við loftárásum á fjarlæg lönd, og að stæra sig jafnvel af því.

Ég hef ekki lesið mikið meira í þessari bók, það getur vel verið að þar sé haugur af dóti sem sé alveg jafnviðeigandi, en alveg einsog með ljóðið þá eru þetta næstu efnisgreinar á eftir því sem þeir prenta í NY Times og annarstaðar.

Þegar hann dó þá hugsaði ég með mér að fréttaflutningurinn hlyti að vera af aðeins hærri kalíber en gengur og gerist með selebba-dauðsföll. Ég hugsaði með mér að þeir sem hefðu á annað borð lesið Vonnegut myndu hafa næga virðingu fyrir honum til að segja eitthvað af viti. En á meðan það er endalaust gaggað um einhverja stórbrjósta druslu vestur á ströndum sem gerði sér ekki annað til frægðar en að giftast dauðvona peningasekk, þá fara menn á hálfgerðu hundavaði yfir feril þessa magnaða rithöfundar, og þora ekki að velta því upp hvort maðurinn hafi mögulega haft nokkuð til síns máls, núna þegar þeir fá ekta tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um það sem hann skrifaði.

Djöfull fer þetta í taugarnar á mér.

Ég er búinn að skrifa sjálfan mig í vont skap.

-b.

Engin ummæli: