21 apríl 2007

Ljúgðu að mér, gæskan

,,PIN number" og ,,ATM machine." Fólk er í raun og veru að segja ,,Personal Identification Number number" og ,,Automatic** Teller Machine machine." Á íslensku segir fólk líka ,,PIN númer." Þetta er það sem ég spái í þegar ég geng heim frá metróstöðinni.

En hérna eru myndir:

Þetta fólk var í lestinni með mér á leiðinni frá flugstöðinni þegar ég lenti hérna á föstudaginn þarsíðasta. Og það var líka með mér á flugstöðinni þegar ég var á leiðinni út. Eða heim, sko. Við fylgdumst að.



Hér er W sem ég braut uppúr glasamottu á Vínstofu Hvíts. Hún minnti mig á Wu-Tang tvöfaltvaffið.



Og hérna er lista- eða skemmdarverk sem ég sá í gær á aðaljárnbrautastöðinni:





Sól í dag en enginn hiti. Bömmer.

-b.

**Eða ,,Automated".

Engin ummæli: