15 apríl 2007

,,Þúst"

Ég gapti þegar ég kom útúr flugstöðinni í fyrradag. Brjáluð sól og læti maður. Ekta veður. Kom hingað heim um eittleytið og fór stuttu seinna að hitta Ými og Kristínu í Kongens Have rétt hjá Nörreport. Þaðan fórum við í grill um kvöldið og svo á barinn. Fullt af liði. Sól og bjór og frisbí. Það gæti farið svo að maður taki út sumarið áður en maður fer heim í sumar.

Í gær buðu hjúin mér í lasagna og ædol, og svo var meiri bar.

Og núna sit ég og skrifa drasl á dvd diska. Bea flutti út í gær og gaf mér gluggatjöld sem hún bjóst ekki við að þurfa í nýju íbúðinni. Með fylgdu stillanlegar gluggatjaldastangir, og ég reyndi strax að stilla aðra þeirra með því að toga hana í sundur af öllu afli. Skemmdi hana. En hún sleppur blessunarlega úr gluggakarmi í vegg (í staðinn fyrir vegg í vegg). Fleira? Nei. Eða jú. Tesopi og ofursamstarf mitt og Inga Bjarnar, þýðing á litlu erindi. Það er svo frústrerandi að ég hef ákveðið að yrkja ljóð um það. Ég kalla það ,,Það er erfitt að þýða einföld ljóð." Og það hljóðar svona:

.....

Það er erfitt að þýða einföld ljóð

The abuse of irony
Og nokkrar passívar sagnir
Fokk jú fokk jú fokk jú
Ef þú vilt skrifa svona einfaldan texta
Afhverju ertu þá ekki úti
Að grafa skurð?

.....

Þetta verður fyrsta ljóðið í nýju ljóðabókinni minni, Ljóðskáld eru hálfvitar™.

Engin ummæli: