Kurt Vonnegut er dáinn. Það gengur svona. Nú er hann í himnaríki (ha ha ha).
Ég fékk skilaboð frá Halli í morgun. Ég sá þau þegar ég vaknaði laust fyrir hádegi: ,,Kurt Vonnegut er død." Það er gott að eiga vini sem hlusta á fréttirnar á meðan maður sjálfur sefur.
Karlinn var og er einn af mínum uppáhaldsrithöfundum. Ég hef ekki lesið allt það sem hann gaf frá sér, en það heyrði til undantekninga ef mér líkaði ekki það sem ég las. Og núna dettur mér ekkert gáfulegt í hug til að segja um hann, nema kannske að hann hafði margt gáfulegt að segja um heiminn í kringum sig, og það er langtum betra að lesa bækurnar hans heldur en útdrætti og tilvitnanir í minningagreinum.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli