Við sitjum heima hjá Davíð og spilum Soul Calibur. Í hvert skipti sem einhver tekur sopa þá þurfa menn að taka sopa. Okkur vantar ekki fágaðri drykkjuleiki hérna í Miklubrautina.
Víðir er hérna. Hann biður að heilsa öllum stelpunum sem hann svaf hjá um árið sem leið, og vonar að þeim klæi ekki í físuna. Já og hann biður að heilsa mömmu sinni og pabba líka.
Ég kíkti í fermingarveisluna hans Baldurs í dag. Hann er orðinn jafnstór mér. Þegar ég sá hann síðast náði hann mér varla í háls. Djöfull stækka þeir. Hann ætlar að verða risi einsog hinir karlarnir í ættinni.
Helvíti er þetta leiðinlegt lyklaborð. Maður þarf að erfiða fyrir hverjum lykli. Skrifaðirðu i alvöru BA ritgerðina á þetta Davíð?
Annars er ekkert. Premium er góður. Páskabjórinn hjá Tuborg er það líka en hann er fyrir austan. Semper Ardens páskaölið er mjög ljúft, en dýrt. Og ég verð ekki alltof vel settur eftir þessa heimferð.
Tuggur.
Heyrðu höldum þessu bara áfram. Skál fyrir sálarsverðinu.
-b.
2 ummæli:
Sálarhlaupvídd, Bjössi. Hver er þín sálarhlaupvídd?
Og hvernig væri ef að í hvert skipti sem einhver tekur sopa, þá þarf næsti að taka tvo? Hvar myndi það enda?
Þú tekur tvo, þá get ég í.þ.m. tekið fjóra. Og svo er ískápurinn bara skyndilega tómur, sem betur fer.
Nema maður hafi góða hlaupvídd. Ég sé auglýsinguna. What's YOUR caliber? glug glug glug
...Eða er það soulcalibur samanber excalibur? úps.
hkh
Já ég held það sé málið sko. Calibur. Lítið um byssur í þessum leik.
Annars er þetta skemmtileg hugmynd. maður gæti tekið Fibonacci-drykkjuleik. 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34 sopar.. verður fljótt spennandi.
Skrifa ummæli