01 febrúar 2006

Miracleman

Enn ein myndin. Var að ná í nokkur blöð af Miracleman (varúð: spoilerar), sem Alan Moore skrifaði snemma á níunda áratugnum. Það er víst næsta ómögulegt að finna blöðin og jafnerfitt, ef ekki erfiðara, að finna bækurnar sem þeim var safnað saman í*, en netið kemur til bjargar einsog svo oft áður..

Ég er semsé ekki kominn langt inní þetta, en því svipar strax til þess sem Moore gerði með Supreme. Öllu meira sinister og myrkara yfirlitum, en þetta er jú nítjánhundruð áttatíu og tvö. Hér eru tveir rammar úr öðru heftinu:



..og hér er að finna helling af Moore dóti sem er illfáanlegt annarstaðar.

..og hér má sjá bókskýringar fyrir slatta af bókum eftir karlinn.

Smelli þessu á draslið þegar þetta er allt komið inn. Eða er ég kannske eini gaurinn sem nennir að lesa myndasögur af tölvuskjá?

-b.

*Fann reyndar hefti nr. 1-17 á ebay og þar kostar pakkinn 76 dollara.. sirka 4790krónur. Kannske hreint ekki svo slæmt miðað við hvað myndasögur kosta yfirleitt. En mér sýnist þetta líka vera frekar góður díll.. Hér er 1-24 á 279 dollara og hér er fyrsta bókin (af hve mörgum veit ég ekki og nenni varla að tékka á því) á bilinu 125 til 175 dollara. Sei sei já.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Er eitthvað varið í þetta? Mér hefur enn ekki tekist að klára The Ballad of Halo Jones sem hann skrifaði um miðbik níunda áratugarins...hrikalega óspennandi stöff. Hélt eiginlega að hann hafði gert lítið af viti svona snemma á ferlinum. Ósanngjarnt kannski?

Björninn sagði...

Þetta er fínasta stöff maður. Soldið gei en dálítið and-gei í bland.