22 febrúar 2006

Netun

Ókei, Performancing viðbótin sem ég mældi með um daginn er fremur ófullkomin.. varla hægt að nota hana til að skrifa á síður einsog vitleysinga, þarsem maður verður að setja eitthvað í ,,title"-reitinn til að blókið hafist. Og ef maður ætlar að skrifa kóðan sjálfur jafnóðum, einsog ég er vanur, þá klikkar eitthvað um leið og pósturinn inniheldur fleiri en einn tengil. Eða mér sýnist það allavega vera meinið.

Það eru allir að kvarta yfir þessu á tengdum vefsíðum, og það er vonandi að þetta verði lagað.. Mér þykir mjög þægilegt að hafa skrifgluggann uppivið, fastan í neðri hluta gluggans þannig að ég get svissað á milli flipa á meðan ég rita, í staðinn fyrir að þurfa sífellt að svissa á milli glugga einsog með BlogThis. En það er það sem virkar einmitt núna.

Ég rakst annars á sniðugan fídus fyrir blockquote-taggið núna áðan og bætti því við hjá mér. Þetta er einmitt eitthvað sem ég var að spá í þegar ég bjó þessa síðu til að byrja með, en kunni náttúrulega ekki að gera sjálfur. Nú bæti ég við tveimur gaurum inní blockquote-taggið, cite (sem ég man eftir að hafa séð áður, en aldrei notað) og name (sem hefur ekkert að gera þangað, þannig séð, en virkar fyrir mig). Cite skráir niður hvaðan kvótið kemur (urlið), name tekur niður nafnið á þeim / því sem vitnað er í, og smávegis javascript býr til tengil aftaná tilvitnuninni. Nú gæti ég t.a.m. vitnað í Kottke karlinn, þarsem hann sagist hafa haft tvær og hálfa milljón í árslaun fyrir að halda úti síðunni sinni:

Since everyone and their uncle has been asking, about 1450 micropatrons contributed $39,900 over the past year...99.9% of that coming during the 3 week fund drive.


..og þá birtist innihald cite-sins í tengli með textanum úr name-inu.

Það þarf auðvitað ekki endilega að vera tengill.. Eða ég held ekki. Sjá hér hvað hann Stefán Snævarr skrifar í lesbókina síðastliðinn laugardag:

Keralafylkið á Indlandi nýtur minni hagvaxtar og hefur minni þjóðarframleiðslu á kjaft en flest indversk fylki. En eins og hagfræðingurinn og nóbelshafinn Amyarta Sen bendir á þá er meðalaldur þar hærri, læsi meira og heilbrigðisástand betra en annars sataðar á Indlandi. Sama er upp á teningnum í hinu lukta landi Bhútan sem ekki tekur þátt í alþjóðlegri samkeppni. Þar eru menn betur menntir, fæddir og skæddir en víðast í þriðja heims löndum. Samt mælist þjóðarframleiðslan á kjaft afar lítil, landið er ,,tæknilega" með fátækustu löndum heims. Eins og gefið var í skyn segja mælingar á þjóðarframleiðslu ekki alltaf mikið um kjör manna. Mælingar þessar mæla nefnilega bara efnahagsvirkni á markaði. Það þýðir að baki menn brauð heima hjá sér er það ekki tekið með í útreikninga á þjóðarframleiðslu þótt það stríði gegn heilbrigðri skynsemi að framleiðslan aukist ekki fyrir vikið. En þjóðarframleiðsla eykst ef bílslys verður, sú staðreynd stríiðr svo sannarlega gegn heilbrigðri skynsemi. Því ber að taka öllu tali um mælingar á þjóðarframleiðslu með varkárni.


Prófum að birta þennan gaur.

Heyrðu jú jú, það þarf að vera tengill. Satans. Spurning hvort það sé ekki hægt að fiffa það einhvernvegin.
Ahemm.. það var jú mín eigin viðbót að skrá nafn á heimildinni til að nota sem tengil við hverja tilvitnun. Gaurinn sem ég bendi á notar bara ,,source" fyrir hvert eitt og einasta. Lélegt það.

-b.

Engin ummæli: