19 febrúar 2006

Sunnudagsúttekt

Þannig að ég vaknaði rétt rúmlega sex í morgun, eftir sirka þriggja tíma svefn, og renndi niðrí Grafarvog. Þar hafði einhver verið á ferð um nóttina, dreift fimmþúsundköllum og sagt fólki að versla hjá mér.. ekkert mikið endilega, bara eitthvað smotterí. En borgaðu með fimmþúsundkalli þannig að skiptimyntin hans klárist undireins, og komdu svo nokkrumsinnum aftur (og þið öll) þannig að hann fái enga helvítis pásu í dag.

Þannig sé ég þetta fyrir mér. Ég skil ekki hvernig svona vaktir verða til nema fyrir tilstuðlan myrkravalda sem hafa horn í síðu minni einhverra hluta vegna.. Ég var semsagt að drepast í augunum, illt í hálsinum, kvefaður og pirraður í allan dag. Og ég get ekki svarið fyrir það, en ég myndi áætla að ég hafi afgreitt 3 á móti hverjum 1 sem gaurinn við hliðina gerði.

Ég var orðinn viss um að sirka tvö myndi fara að lægjast, þannig að næsta vakt fengi að leggja úr vör í lygnum sjó, en það var aldeilis ekki. Ég kláraði að gera upp og lagði af stað heim um fjögurleytið og það var ennþá röð á kassana. Hef aldrei vitað annað eins.

Á fokking laugardegi! Hvað er þetta fólk að vilja uppá dekk? Ég veit ekki hversu marga helvítis bílaþvotta ég seldi bara fyrir hádegi, og þegar ég lagði af stað heim voru sex bílar í röð til að komast inní stöðina.

Allavega. Ég kom heim og sofnaði. Svaf til klukkan að verða ellefu, held ég. ,,Missti af" júróvisjónkeppninni, en mín beið hinsvegar sms sem óskaði mér til hamingju með úrslitin. Ætli það sé ekki bara vel við hæfi?

Hah. Man núna að ég las stjörnuspána mína í morgun. Hún sagði mér að reyna ekki að vinna nein stórvirki í dag, og einbeita mér að því að halda mér á floti. Nó sjitt. Í henni stóð reyndar líka að ,,litlu kraftaverkin skiptu máli" eða eitthvað svoleiðis, og það væri eitt slíkt á leiðinni.

...

Ég bíð.

-b.

Engin ummæli: