08 febrúar 2006

Ætli það..

Ég ætla ekki að birta myndirnar sem allir eru að tala um og allir hafa séð, af ótta við að strangtrúaðir lesendur þessarar síðu æði upp til handa og fóta og brenni fánana mína. En mitt hálfupplýsta álit á þessu öllusaman er að þetta sé í besta falli neyðarlegt og í því versta fáránlegt.

Þessi gaur tekur kannske soldið djúpt í árina, og sumt hefði mátt orða betur, en ég get varla annað en verið sammála megninu af því sem hann segir. Brot:
I am not asking for the right to slaughter a pig in a synagogue or mosque or to relieve myself on a "holy" book. But I will not be told I can't eat pork, and I will not respect those who burn books on a regular basis. I, too, have strong convictions and beliefs and value the Enlightenment above any priesthood or any sacred fetish-object. It is revolting to me to breathe the same air as wafts from the exhalations of the madrasahs, or the reeking fumes of the suicide-murderers, or the sermons of Billy Graham and Joseph Ratzinger. But these same principles of mine also prevent me from wreaking random violence on the nearest church, or kidnapping a Muslim at random and holding him hostage, or violating diplomatic immunity by attacking the embassy or the envoys of even the most despotic Islamic state, or making a moronic spectacle of myself threatening blood and fire to faraway individuals who may have hurt my feelings. The babyish rumor-fueled tantrums that erupt all the time, especially in the Islamic world, show yet again that faith belongs to the spoiled and selfish childhood of our species.

Það er ágætis nálgun að tala um þessa kóna einsog hverja aðra heittrúarvitleysinga hér fyrir vestan. Ef þú trúir einhverri vitleysu þá máttu það fyrir mér, en ef þú ætlar að skipa mér að haga mér eftir þínum reglum þá máttu fara fjandans til. (Nó pön intended.) Það er líka ágætis punktur að þetta dótarí birtist fyrir löööngu síðan í einhverju dagblaði á hjara veraldar, og núna er alltíeinu farið að sparka upp einhverju veseni yfir þessu. Ef þú ert týpan sem æsir sig yfir bjánalegum hlutum, þá kemur þú til með að finna þér bjánalega hluti til að æsa þig upp. Einhverstaðar. Fyrr eða síðar.

Og þetta á auðvitað líka við um þá sem æsa sig á móti þessum sem eru þegar æstir. Helvítis þjóðar- og kynþáttarembingur sem fer á fullt span um leið og múslimar eru í fréttum.. Það er greinilega rosa erfitt að anda rólega og haga sér einsog maður þegar ókunnugt fólk er að gera sig að fíflum hinumegin á hnettinum.

Skrítlurnar voru asnalegar, en þetta hafarí sem komið hefur í kjölfarið er muuuun asnalegra. Maður hlýtur að spyrja sig hvort allir viðkomandi (og ég er þar með talinn) hafi í alvörunni ekkert merkilegra að hugsa um?

-b.

Engin ummæli: