07 febrúar 2006

Hló þá Björninn dátt

Við Már vorum að ræða partí helgarinnar og fleira þar um kring. Ég fór að spá hvort það væri e.t.v. ráð að færa grillið, sem ég hafði séð fyrir mér á föstudaginn sl. áður en vísindaferðin kom uppá, yfir á laugardaginn næsta. Svo ég spyr svona uppúr hálfþurru:
Björninn says:
hvernig lítur næsta helgi út annars?
[Smá pása..]
Máser says:
það er mánudagur

Já ég hló mjög dátt. Og mikið. Það er einsog þarna sé algjör sjúklingur að tala við félaga sinn, sem trúir því varla hversu langt leiddur þessi grey vitleysingur er. Hinsvegar finnst mér spurningin alveg valid, ef maður er að reyna að plana einhvern hitting með slatta af gaurum sem eru oft lofaðir framí tímann. Þessi litli bútur, einn og sér, er samt alveg jafn fyndinn fyrir því.

Finnst mér.

.....

Síðasti þáttur af ,,Battlestar Galactica" (2.15) olli mér vonbrigðum. Hann var efnislega séð nokkuð hliðstæður þættinum þar á undan (sem var brilljant, að mínu mati) en engan veginn jafn vel heppnaður. Sá datt í eina tvær klisjugryfjur, en bætti það rúmlega upp með skörpum díalóg og nokkrum óvæntum stefnubreytingum. Hann var líka að fjalla um vandamál sem er síður en svo klippt og skorið, og hægt er að velta upp á ýmsa vegu, á meðan þessi síðasti snerist allur í kringum einhvern stakan skúrk.

Svona Lurtz einhvern. Sem mér fannst lélegt.

Þrátt fyrir það var nú margt gott við hann, og á heildina litið eru þessir þættir með því besta sem ég sé við sjónvarp þessa stundina.

Capote kemur í bíó eftir tvær og hálfa viku. Tisk. Hún er nú eiginlega á dagskrá hjá mér í kvöld.
Og Syriana verður ekki tekin til sýninga fyrren eftir tæpan mánuð. Hvaða rugl er eiginlega í gangi?

-b.

Engin ummæli: