24 ágúst 2008

Súgandi



Einn tveir: Ég gæti flogið vestur á morgun og komið aftur á fimmtudag eða föstudag fyrir rúman sautjánþúsundkall. Ég gæti nuðað í Inga Birni til að koma mér á Suðureyri og tilbaka.

þrír fjórir: Það verður rigning næstum allan tímann, samkvæmt veðurstofu.

fimm sex: En það verður rigning um allt landið meira og minna, svo það skiptir kannske ekki svo miklu máli hvar maður verður.

sjö átta: Jú og mér er eiginlega farið að leiðast þetta aðgerðarleysi hérna í Reykjavík, kannske er ráð að gera ekkert einhverstaðar annarstaðar.

níu tíu: Svo var ég reyndar að frétta að það verður annar gaur þarna frá þriðjudegi til föstudags.. Ég þekki hann lauslega, en þetta er aðeins minna freistandi fyrir vikið.

ellefu tólf: Já ég veit ekki alveg með þetta. Sjáum til nokkrar mínútur í viðbót.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

parf ad athuga:)