Það sem ég er búinn að pakka: bækurnar, dvd-diskarnir og geisladiskarnir. Og góða skapið. Rooosalega er ég þunglyndur.
Toj-hoj.
En ég get alltaf opnað kassann smá og bústað.
Og það leika allir í The Hunt for the Red October. Meira að segja Timothy Carhart. Og Peter Firth! Þetta er The Thin Red Line níunda áratugarins. Og Connery fær að tala ensku því annars getur hann ekki schándað schwalur.
Ég tók ekki eftir því þegar ég sá hana fyrst: Myndin skiptir úr rússnesku í ensku á orðinu ,,armageddon", væntanlega afþví það er eins í báðum tungumálum? Komið úr hebresku. Og auðvitað snýst þetta alltsaman um heimsendi eða möguleikann á heimsendi eða óttann við heimsendi.
Fimm dagar í sumarfrí!
(Ég skrifaði fyrst ,,Fimm dagar í heimsendi". Úbbs.)
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli