21 ágúst 2008

,,Ráðgátan" ,,"leyst"" ,,",,!",,"

Lesið hér frétt í heild sinni af mbl.is:

Rannsóknarmenn lýstu því yfir í dag að þeir hefðu leyst ráðgátuna frá 11. september 2001: Hvers vegna hrundi World Trade Center bygging númer 7? Hrunið hefur verið uppspretta margra samsæriskenninga síðan það varð.

Byggingin sem var 47 hæðir var hinum megin við Vesey Street á Manhattan. Þann 11. september 2001 barst eldur að byggingunni með braki úr tvíburaturnunum en efasemdamenn hafa haldið því fram að eldurinn og brakið eitt og sér nægi ekki til að útskýra hrun byggingarinnar sem var byggð úr stáli og steypu.

Vísindamenn við National Institute of Standards and Technology segja að þriggja ára rannsókn þeirra leiði í ljós að í fyrsta skipti í sögunni hafi verið sýnt fram á að eldur hafi eyðilagt skýjakljúf.

„Ástæða hrunsins á World Trade Center 7 er ekki lengur ráðgáta,“ segir Dr. Shyam Sunder, aðal rannsóknarmaður teymisins.

Rannsóknarmennirnir komust einnig að því að hrun turnanna í nágrenninu hafi rofið aðal vatnsæð borgarinnar og því hafi úðakerfi á neðstu hæðum byggingarinnar ekki virkað sem skyldi.

Byggingin hefur verið uppspretta margra samsæriskenninga undanfarin sjö ár, ekki síst í ljósi þess að hrunið átti sér ekki stað fyrr en sjö klukkustundum eftir að tvíburaturnarnir hrundu. Það vakti grunsemdir um að einhver hefði vísvitandi sprengt bygginguna í loft upp.

Meðal þeirra sem ekki trúa útskýringum rannsóknarmannanna er Mike Berger úr samtökunum 9/11 Truth.

„Skýring þeirra er einfaldlega ekki fullnægjandi. Það er verið að ljúga að okkur,” segir hann og bendir á að til séu gögn sem gefi til kynna að sprengiefni hafi komið við sögu.

Sunder segir að hópur hans hafi kannað möguleikann á því að sprenging hafi átt sér stað í byggingunni og valdið hruninu. Hins vegar hafi ekki verið neinn hvellur eða annar hávaði sem hefði fylgt slíkri sprengingu. Hópurinn bjó líka til tölvugert líkan af hruninu, byggt að hluta til á myndskeiðum frá CBS News og segir að það sýni súlur í húsinu hrynja sem orsaki síðan hrun byggingarinnar í heild sinni.

Þeir útilokuðu einnig að hrunið hefði orðið vegna elda út af dísilolíu sem geymd var í byggingunni. Var hún geymd þar vegna vararafstöðvar.

Í niðurstöðum skýrslunnar sem er 77 síður segir að náðarhöggið hafi orðið þegar 13. hæðin hrundi og þar með veikt burðarsúlur nægilega til þess að byggingin hrundi algerlega.


WTC bygging nr. 7, sem var fjörutíu og 7 hæðir, hrundi fyrir 7 árum og skýrslan er 77 síður? Og náðarhöggið kom þegar 13. hæðin hrundi? (En sjáið að ef þið leggið saman 1 og 3 og bætið þeirri tölu við 13 þá fáið þið 17. Og ef þið leggið 17ið við hinar sjöurnar fáið þið 52, en 5+2 eru 7!)

Þetta er klárlega eitthvað vúdú. Aldrei að treysta útskýringum.

-b.

Engin ummæli: