04 janúar 2008

Fólk er ennþá að sprengja,

ég heyri það innum gluggann minn. Áramótin voru þarna einhverstaðar í byrjun vikunnar en hvað hefur verið að gerast?

Á gamlárskvöld sat ég í makindum og horfði á Atonement. Þarsem ég vissi ekkert um myndina fyrirfram þá kom hún mér þægilega á óvart. Hún byrjar sem sveitadrama um kvöldverð og blómavasa, tekur snarpa beygju inní útí heim og þaðan inní framtíðina. Helvíti vel gert.

Síðan horfði ég á Mission: Impossible III. Það var góð bíómynd inní henni einhverstaðar en það virtist enginn annar vera að leita og ég nennti ekki að finna hana einn. Þá var það The Color of Money. Önnur Cuise mynd?! Tjá. En hún er ágæt. Charlie Wilson's War er ekkert spes.

Life eru ágætir þættir. Mikið til simpelt löggudótari, en gaman að því samt. Ég er kominn nokkuð langt inní Cane en er samt ekki að nenna þeim. Ekki Damages heldur. Svo ég glápi á þátt og þátt af BSG á meðan ég hósta og svitna og sýð meira vatn fyrir te.

Ég var orðinn veikur á gamlársdag, verri daginn þar á eftir og ómögulegur annan í nýju ári, þegar ég mætti aftur í vinnuna. Ég var sendur heim og hef síðan verið slappur og hóstandi og kyrrsettur, mestaf. En þetta er að skána. Ég verð orðinn góður á mánudaginn, hlýtur að vera.

Ég byrjaði síðasta ár líka á veikindum, en þau voru meira svona alkahól-veikindi. Maður veit þó alltaf að þau hverfa smám saman, gjarnan jafndægurs.

Í kvöld leikum við gítarhetjur, og allskonar hetjur. Því við erum hetjur, hetjan býr í oss.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

'Góða bíómyndin' sem leyndist í MI III var True Lies.
Spáðu í því.

Björninn sagði...

Hm. Já.. Ég man reyndar ekki eftir True Lies svo ég veit ekki. En ég efast um að MI3 skilji nokkuð eftir sig svo þær eru svipaðar á þann veginn.

Það er samt nokkuð gott við hana. Byrjunaratriðið húkkar mann vel, og það virkar allt öðruvísi þegar það kemur að því aftur. Við sjáum ekki ránið á kanínuloppunni og fáum aldrei að vita hvað hún er. Eitt og eitt. En myndinni er haldið saman af klisjum og hún heldur ekki vatni.

Blarg.