09 janúar 2008

Ár blöðrunnar (900)

Það versta við árið 2008 er að ég skrifa töluna 8 mjög illa. Ég þarf að vanda mig mjög mikið við hana, annars lítur hún út einosg blaðra. Stór haus oná pínulitlum hnút.

Og nú man ég að það eru bráðum tíu ár síðan ég byrjaði í fjölbraut eða eitthvað.

Tölvan mín bilaði í gær, í fyrsta sinn í tvö og hálft ár. Að minnsta kosti í fyrsta sinn svo ég þurfti að fara með hana í viðgerð. Og ég ekki einusinni viss um að ég hafi þurft að fara með hana.. en ég nennti ómögulega að eiga við helvítið. Ég ræsi hana og það slokknar á skjánum, ég get kallað hann upp aftur með því að skipta á skjámyndum (fn+F7) en það slokknar á honum aftur. Stundum eftir nokkrar mínútur, stundum nokkrar sekúndur. Þetta gæti verið drævera-mál en það er tómt vesen að standa í svoleiðis þegar skjárinn virkar ekki.

Þannig að ég fór með hana í Nýherja núna í morgun. Vonandi verður hún komin í stand fyrir Svíþjóðarferðina. Hún er eftir tíu daga.

Kvefið virðist ætla að hörfa, og þótt fyrr hefði verið. Ég sit og skrifa þetta í vinnunni. (Hvað ætla ég að gera veikur heima ef ég hef ekki tölvuna mér við hlið?) Og Guitar Hero er skemmtilegt dót. Afhverju hef ég aldrei komist í tæri við það áður?

Ég hef verið að horfa á bíómyndir og nú vantar mig að sjá Michael Clayton og There Will Be Blood. Þær eru hvergi!

Satans 2008.

Gott ár samt. Sjáið bara til.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvurnig ertu í að skrifa núll? Þú gætir skrifað tvö lítil núll, eitt oná öðru, í staðinn fyrir slaufuátta? Ég geri átta þannig og mér gengur barasta mjög vel í lífinu!

Björninn sagði...

Er það leiðin að hjarta þjóðarinnar? Kannske ég reyni þetta.. Slaufur eiga etv. heima á ökklum og barka en ekki blaði.

Mikið er annars gaman að heyra í fólki sem gengur vel í lífinu og er óhrætt við að segja frá því. Þú, nafnlausi herra / nafnlausa frú, ert okkur öllum til fyrirmyndar.