16 janúar 2008

Það er eitt við deja vu

sem fer dálítíð í taugarnar á mér. Núna áðan var ég að reyna að finna gott enskt orð fyrir ákveðna hugsun, hugmynd sem ég hafði nokkurnvegin á íslensku en samt ekki. Og þá fékk ég þessa tilfinningu að ég hefði rennt í gegnum þessa reynslu áður, hvað sem ég gerði varð alltíeinu fyrirfram ákveðið (en það er erfitt að hugsa framfyrir næsta skref þegar maður er upptekinn við að bera saman athöfn og óljósa minningu sem er samt ekki minning). En á sama tíma verð ég frústreraður vegna þess að ég veit að þarna við endann á brautinni er svarið sem ég leita að, ég kem til með að finna rétta orðið, en ég get ekki teygt hugann inní framtíðarminninguna og sótt það hingað. Ég verð að hugsa þessar hugsanir sem ég á að hafa hugsað áður allt þangað til ég kem niður á lausnina.

-b.

Engin ummæli: