Djöfull er þetta hart. Dollarinn kominn uppí 66 krónur og ég veit aldrei hvenær vísa tekur mið til að senda mér reikning, en frá því ég pantaði síðasta amasón pakka hefur verðið hækkað um helling, býst ég við.
Ég var að skoða verð á Hróarskelduferð, svona hálft í gamni. Því mig langar mikið aftur, ég bara veit ekki hvort það vill nokkur koma með. Flugið er á 24þúsund og miðinn á 22þúsund. Miðinn inná svæðið hefur hækkað um tæplega helming síðan ég fór fyrir þessum sjö árum síðan. Svo þetta er svona fimmtíu þúsund, bara flug og ,,gisting". Fyrir vikuferð.. ég reikna þá með því að fara á þriðjudegi og koma aftur á mánudegi.
Fimmtíu þúsund eru kannske ekkert svo margar krónur, þannig séð?
Á hinn bóginn er aldrei að vita nema verðið hækki, þarsem danska krónan hækkar líka. Komin uppí rétt rúmar 13 krónur íslenskar núna. Og flugfargjaldið hækkar náttúrulega eftir því sem nær dregur.
Æ já bölv og ragn. Ég veit samt alveg að ég myndi ekki sjá eftir þessum krónum, sannarlega ekki á meðan ég sit fyrir framan músík og teyga öl undir danskri sól.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli