Er það sem ég er. Var á kvöldvakt í gær, kominn heim um tólfleytið, vaknaði klukkan þrjú til að keyra ömmu niðrá flugvöll. Og svo er ég að fara að vinna klukkan hálfníu. Hvernig ætli ég verði eftir vaktina..
Þegar maður er kominn inní flugstöð þarf maður að ganga fyrir horn til að komast að IcelandExpress borðunum. Þar beið okkar röð sem var.. stór. Og löng. Og breið. ,,Guð á himnum" sagði sú gamla. Það var einsog einhver væri að gefa gull og heitar lummur á sumardegi í Sovjetríkjunum.
Og ég er að reyna að drepa tímann en mér dettur ekkert í hug. Ode to Kirihito er spes. Það er ekki feilnótu að finna í Daredevil Bendiss. Merkilegt alveg hreint þegar það eru til góðar sögur um ofurhetjur einsog Djöfsa og þær eru ekki notaðar til að búa til góðar bíómyndir? Byrjum ekki á því aftur.
Davíð er farinn að selja ís. Hann keyrir um landið og hringir bjöllunni. Mér finnst það skemmtileg tilhugsun. Gunnar tvíburi kemur með mjólkina til mín í búðina og Már keyrir framhjá eftir að hafa skutlað samlokum í sjoppuna hinumegin við götuna. Það eru allir að keyra hluti.
Ég finn hvergi ostaskerann minn.
-b.
1 ummæli:
...og er það nema von, ha ha ha
í alvöru, þú færð hann aldrei
Skrifa ummæli