10 júní 2007

Kap-út

Ég beilaði á tívolíinu áðan og mér fannst það lélegt. En ég er feginn að ég gerði það, því ég var að klára þrifin núna rétt í þessu. Það hefði ekki verið gaman að standa í þessu fram til klukkan þrjú eða fjögur í nótt.

Á morgun ætla ég að kaupa te handa mömmu. Fyrir utan það verður bara hangs á mér þartil klukkan fer að síga í sjö, þá sé ég hvort ég kemst ekki með töskuhelvítin niður á lestarstöð.

Ég finn brunalykt.

Það er eitthvað að brenna hérna fyrir vestan. Blikkljós í gangi svo ég býst við að það sé verið að sýsla í því.

Það hefði reyndar verið einkar heppilegur tími fyrir kofann að brenna undan mér. Allur pakkaður niður í töskur og pantaður í flug heim daginn eftir.

Og svo fékk ég kúlu á höfuðið. Endir.

Þangað til á morgun.

-b.

Engin ummæli: